Niðurstöður þingmannanefndar fyrirferðarmestar 2. september 2010 05:45 Víst er að þingmenn munu hafa nóg fyrir stafni næstu tvær vikur. Þeirra bíða umræður um fjölda mála, en þyngst munu vega niðurstöður þingmannanefndar Atla Gíslasonar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Fréttablaðið/gva Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira