Balotelli grýtti treyjunni í grasið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 22:45 Mario Balotelli rífst hér við stuðningsmenn Inter í kvöld. Nordic Photos / AFP Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira