Þór/KA vann í dag góðan 3-1 sigur á Stjörnunni á Akureyrarvelli í Pepsi-deild kvenna.
Bojana Besic kom Þór/KA yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu og Danka Podovac tvöfaldaði forystu heimamanna á 43. mínútu.
Kristrún Kristjánsdóttir minnkaði muninn fyrir gestina úr Garðabæ á 57. mínútu en aðeins átta mínútum síðar skoraði Vesna Smiljkovic þriðja mark Þórs/KA. Það reyndust lokatölur leiksins.
Þór/KA komst upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og er liðið með þrettán stig eftir sjö leiki, einu stigi á eftir toppliði Vals sem á leik til góða.
Stjarnan er í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig.