„Fréttir“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 12. mars 2010 06:00 Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum. Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum. Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum. Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum. Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar