Skófar á vettvangi morðsins í Hafnarfirði og blóð á sem fannst á skóm Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, eru meginástæður þess að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Gunnar Rúnar er grunaður um að hafa myrt Hannes Þór Helgason um miðjan ágúst síðastliðinn. Morgnblaðið greindi frá því í morgun að blóð hefði fundist á skóm hans og að það hefði verið reynt að þrífa það af.
Þá bætti Ríkisútvarpið um betur í hádeginu og heldur því fram eftir heimildum að blóðugt skófar hafi fundist á vettvangi morðsins sem passi við skó Gunnars.
Þá á rannsókn á bíl Gunnars að leitt til þess að blóð fannst í honum.
Verjandi Gunnars sagði í viðtali fyrir helgi að hann hefði sjálfur leyft lögreglunni að rannsaka bílinn. Þá á hann einnig að hafa leyft þeim að leita á heimili sínu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn verið handtekinn eða yfirheyrður utan Gunnar síðan á föstudaginn.