Kjöraðstæður til golfleiks á fyrsta degi Íslandsmóts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 09:45 Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, setur Íslandmótið í morgun. Mynd/Valur Jónatansson Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira