Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Leið betur þegar annað markið var komið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Valli
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari var sáttur með sigurinn gegn Norður-Írum í dag. Ísland skapaði sér fjölda færa en skoraði aðeins tvö mörk og ætlar Sigurður að fara yfir það hvernig á að klára þessi færi betur fyrir leikinn gegn Króatíu á þriðjudag. "Ég er ánægður með leikinn. Við lékum vel, héldum hreinu og sköpuðum fullt af færum. Við hefðum kannski viljað skora meira en maður verður alltaf að vera ánægður með sigur og að klára verkefnið. Það er ekkert alltaf sjálfgefið að vinna þessi veikari lið," sagði Sigurður. "Manni fór að líða betur þegar annað markið var komið. Þær náðu ekki að skapa neitt á móti okkar og við vorum alltaf með hugann við agaðan og góðan varnarleik líka." "Við bjuggum til góð færi og þurfum að fara betur yfir það að klára þessi færi. Nú er bara einn leikur eftir og ef við vinnum hann erum við komin í úrslitaleikinn gegn Frökkum," sagði Sigurður.

Tengdar fréttir

Sara: Hefðum mátt nýta færin betur

Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi á bragðið í leiknum gegn Norður-Írum í dag. Hún segir að liðið hafi spilað vel en hefði getað nýtt færin betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×