Íslenski boltinn

Afríka og kvennalið Hattar einu liðin án sigurs á Íslandsmótinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Haukar eru ekki lengur taplausir.
Haukar eru ekki lengur taplausir. Fréttablaðið/Valli
Aðeins tvö lið á Íslandsmótinu á Íslandi eiga enn eftir að vinna leik. Alls taka 90 félög þátt í Íslandsmótum KSÍ.

Þetta eru Afríka sem leikur í 3. deild karla, B-riðli og kvennalið Hattar frá Egilsstöðum sem leikur í B-riðli 1. deildar kvenna.

Haukar unnu loksins sinn fyrsta leik í sumar eftir 104 daga bið á mánudaginn.

Þar sem riðlum Afríku og Hattar er lokið er ljóst að þau verða einu liðin í sumar sem vinna ekki leik.

Íslandsmót KSÍ árið 2010:

Enginn sigur:


Afríka: 3. deild karla, B-riðill (af tólf leikjum, riðlinum lokið).

Höttur: 1. deild kvenna, B-riðill )af fjórtán leikjum, riðlinum er lokið)

Einn sigur:

Haukar: Pepsi-deild karla (af sautján leikjum)

Haukar: Pepsi-deild kvenna (af fjórtán leikjum)

KV: 2. deild karla (af átján leikjum)

KFR: 3. deild karla, A-riðill (af fjórtán)

Hvíti Riddarinn: 3. deild karla, A-riðill (af fjórtán)

Grundarfjörður: 3. deild karla, C-riðill (af tólf leikjum)

Samherjar: 3. deild karla, D-riðill (af tólf leikjum)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×