Íslenski boltinn

ÍR enn á toppnum í 1. deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
ÍR-ingar eru á toppnum í 1. deildinni.
ÍR-ingar eru á toppnum í 1. deildinni. Mynd/Valli
ÍR er enn á toppi 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Fjarðabyggð í dag.

ÍR-ingar eru enn taplausir eftir fimm umferðir og með þrettán stig af fimmtán mögulegum. Víkingur kemur næst með tíu stig og Leiknir er með níu en á leik til góða.

Víkingur vann 1-0 sigur á Njarðvík í dag með marki Daníels Hjaltasonar.

Þá gerðu KA og HK 3-3 jafntefli á Akureyri en heimamenn jöfnuðu þar metin á lokamínútu leiksins. HK er í fjórða sæti með átta stig en KA í því sjöunda með sex. Fjarðabyggð er í tíunda sæti með þrjú stig en Njarðvík í því neðsta með eitt.

Upplýsingar um markaskorara eru frá Fótbolta.net.

Úrslit:

Víkingur - Njarðvík 1-0:

1-0 Daníel Hjaltason (64.)

KA - HK 3-3

1-0 David Disztl (1.)

1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (27.)

1-2 Aaron Palomares (50.)

2-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (60.)

2-3 Hólmbert Aron Friðjónsson (86.)

3-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson (90.)

ÍR - Fjarðabyggð 4-1

0-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson (21.)

1-1 Guðjón Gunnarsson (30.)

2-1 Davíð Már Stefánsson (47.)

3-1 Árni Freyr Guðnason (70.)

4-1 Árni Freyr Guðnason (75.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×