Gylfa skorti tíma til að kynna sér málið 20. ágúst 2010 05:45 Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra biðst velvirðingar á því að þurft hafi að leiðrétta orð hans í viðtali RÚV. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira