Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 4. nóvember 2025 14:50 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. „Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“ Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
„Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira