Stan Kroenke, aðaleigandi Arsenal, hefur fest kaup á St. Louis Rams í amerísku fótboltadeildinni, NFL.
Hann átti 40% í félaginu en hann mun eiga allt félagið eftir að hafa pungað út 750 milljónum dollara.
Kroenke á einnig Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta og Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí.
"Ég er upptekinn maður," sagði Kroenke brosandi en hann þurfti að afhenta Nuggets og Avalanches syni sínum til að mega eignast Rams.
Dekraður sonur þar á ferð. Hann heitir Josh og er þrítugur.
Eigandi Arsenal eignast St. Louis Rams
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn