Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay vann óvæntan sigur á heims-, Ólympíumeistaranum og heimsmetshafanum Usain Bolt í 100 metra hlaupi á demantamótinu í Stokkhólmi í kvöld. Gay kom í mark á 9,84 sekúndum en Bolt var langt frá sínu besta og hljóp á "aðeins" 9,97 sekúndum.
Það var mikil spenna fyrir hlaupið en tveir fljótustu menn sögunnar voru þar að mætast í aðeins þriðja sinn. Jamaíkamaðurinn Bolt hafði aldrei áður tapað fyrir Gay og var aðeins að tapa 100 metra hlaupi í annað sinn á ferlinum. Síðasta tap Bolt var í júlí 2008 og fór það einnig fram í Stokkhólmi en þá tapaði hann fyrir Asafa Powell.
Það setti sinn svip á hlaupið að hlauparnir þjófstörtuðu tvisvar og þótt að Usain Bolt hafi ekki viljað vera að gefa út einhverjar afsakanir þá sagði hann að þessi vandræði í byrjun hlauðsins hafi haft slæm áhrif á sig.
Usain Bolt tapaði fyrsta 100 metra hlaupi sínu í tvö ár
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn