Kókaínmálið: Lagði 3 milljónir inn á reikning Íslendings á Spáni 15. júlí 2010 11:50 Guðlaugur Agnar Guðmundsson, lagði 3 milljónir inn á reikning Sverri Þórs Guðmundssonar á Spáni. Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári. Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári.
Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15
Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03