Vantar skilgreiningar á alvarlegu slysi 29. júní 2010 18:42 Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin. Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin.
Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira