Bjarni: Við ætlum okkur áfram Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2010 07:45 Fréttablaðið/Stefán KR tekur á móti norður-írska liðinu Glentoran á KR-velli í kvöld en um er að ræða fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Glentoran varð í þriðja sæti í norður-írsku deildinni síðasta vetur en deildarkeppninni þar lauk 1. maí síðastliðinn og hefst ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Gestirnir frá Norður-Írlandi ættu því ekki að vera í jafn góðu formi og KR-liðið. Liðið hefur aðeins leikið einn æfingaleik fyrir Íslandsferðina en þá tapaði Glentoran fyrir velsku meisturunum í TNS, 2-0. „Við vitum lítið um liðið en vitum þó að þetta er klassískt breskt félag. Spilar 4-4-2 sem beitir löngum boltum upp í hornin. Þaðan á boltinn svo að koma fyrir markið," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, en hann segir ekkert annað en sigur í kvöld koma til greina. „Við ætlum að komast áfram í þessari keppni. Ég myndi telja að þessi lið séu frekar áþekk og möguleikar okkar eru góðir. Stefnan er að vinna þennan leik og halda svo markinu hreinu á útivelli. Það er ágætis leið í þessari keppni. Það þýðir samt að við verðum að sækja á heimavelli." KR stóð sig afar vel í Evrópukeppninni í fyrra. Sló út gríska liðið Larissa og var ekki fjarri því að slá svissneska liðið Basel síðan út. Eftir það komst liðið á mikla siglingu í deildinni hér heima. „Þetta var mjög skemmtilegt í fyrra og þátttakan í keppninni kom okkur í gang. Menn fengu sjálfstraust við að sjá að þeir ættu í fullu tré við atvinnumannalið. Vissulega fórum við í gang í fyrra eftir Evrópukeppnina en við hugsum ekki of mikið um það. Þó það sé klisjukennt þá hugsum við bara um einn leik í einu," segir Bjarni. Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
KR tekur á móti norður-írska liðinu Glentoran á KR-velli í kvöld en um er að ræða fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Glentoran varð í þriðja sæti í norður-írsku deildinni síðasta vetur en deildarkeppninni þar lauk 1. maí síðastliðinn og hefst ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Gestirnir frá Norður-Írlandi ættu því ekki að vera í jafn góðu formi og KR-liðið. Liðið hefur aðeins leikið einn æfingaleik fyrir Íslandsferðina en þá tapaði Glentoran fyrir velsku meisturunum í TNS, 2-0. „Við vitum lítið um liðið en vitum þó að þetta er klassískt breskt félag. Spilar 4-4-2 sem beitir löngum boltum upp í hornin. Þaðan á boltinn svo að koma fyrir markið," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, en hann segir ekkert annað en sigur í kvöld koma til greina. „Við ætlum að komast áfram í þessari keppni. Ég myndi telja að þessi lið séu frekar áþekk og möguleikar okkar eru góðir. Stefnan er að vinna þennan leik og halda svo markinu hreinu á útivelli. Það er ágætis leið í þessari keppni. Það þýðir samt að við verðum að sækja á heimavelli." KR stóð sig afar vel í Evrópukeppninni í fyrra. Sló út gríska liðið Larissa og var ekki fjarri því að slá svissneska liðið Basel síðan út. Eftir það komst liðið á mikla siglingu í deildinni hér heima. „Þetta var mjög skemmtilegt í fyrra og þátttakan í keppninni kom okkur í gang. Menn fengu sjálfstraust við að sjá að þeir ættu í fullu tré við atvinnumannalið. Vissulega fórum við í gang í fyrra eftir Evrópukeppnina en við hugsum ekki of mikið um það. Þó það sé klisjukennt þá hugsum við bara um einn leik í einu," segir Bjarni.
Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira