Kínversk farþegaþota brotlenti í aðflugi að flugvelli við borgina Yichun, sem er milljón manna stórborg í Heilongjiang-héraði í norðanverðu Kína.
Að sögn kínverskra fjölmiðla fórust 43 manns en 53 björguðust. Alls voru 96 manns um borð, þar af fimm manna áhöfn.
Mikil þoka var á svæðinu og var vélinni flogið of langt þannig að hún lenti utan vallarins. Eldur kom strax upp í brakinu.
Vélin var framleidd í Brasilíu, og var af gerðinni Embraer E-190. - gb