Íslenski boltinn

Hólmfríður: Við eigum miklu meira inni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið
"Þessi bakvörður er ekki sú hraðasta í bransanum," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir sem hafði í nógu að snúast í leiknum í dag. Hún var stöðugt ógnandi og skapaði sér og öðrum fullt af færum. Hún gerði hreinlega lítið úr hægri bakverði Norður-Íra og átti stórleik. "Við eigum miklu meira inni. Við vorum að senda of mikið af lélegum sendingum og betri lið hefðu refsað okkur. Við þurfum að laga það og fáum núna tíma til þess." "En við vorum að spila vel inn á milli og fá mikið af flottum sendingum upp í hornin. En við erum klárlega miklu betra en þetta lið en þrjú stig var það sem við lögðum upp með að fá og það gekk upp." "Nú er liðið komið með fínt sjálfstraust fyrir leikinn gegn Króatíu og við förum vel stemmdar inn í hann. Þær eru aðeins grófari en þær Norður-Írsku en við þurfum að laga það sem við gerðum illa í dag fyrir þriðjudaginn," sagði Hólmfríður.

Tengdar fréttir

Sara: Hefðum mátt nýta færin betur

Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi á bragðið í leiknum gegn Norður-Írum í dag. Hún segir að liðið hafi spilað vel en hefði getað nýtt færin betur.

Sigurður Ragnar: Leið betur þegar annað markið var komið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari var sáttur með sigurinn gegn Norður-Írum í dag. Ísland skapaði sér fjölda færa en skoraði aðeins tvö mörk og ætlar Sigurður að fara yfir það hvernig á að klára þessi færi betur fyrir leikinn gegn Króatíu á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×