Umburðarlyndi andskotans Davíð Þór Jónsson skrifar 14. nóvember 2010 00:01 Umburðarlyndi er kjaftæði. Bókstaflega lýsir orðið eitt og sér ekki öðru en því lyndi að umbera. En enginn vill vera umborinn. Fólk vill vera samþykkt og viðurkennt, ekki umborið. Ef einhver ætlar að slá sjálfan sig til riddara fyrir þá góðmennsku sína að umbera mig getur sá hinn sami tekið sitt umburðarlyndi og troðið því þangað sem sólin ekki skín. Þannig umburðarlyndi er ekkert annað en hroki og yfirlæti undir þunnu lagi af bleikri málningu. Umburðarlyndi er svo mikið í tísku um þessar mundir að því er jafnvel stillt upp sem andstöðu forræðishyggju, ritskoðunar og alls annars sem setur frelsi einstaklingsins til að gera það sem honum sýnist, sjálfum sér til sálartjóns og öðrum til ama, einhverjar skorður. Fyrir vikið verður kynþáttahatur að skoðun sem verður að umbera, því fólk á að hafa frelsi til að vera eins miklir kynþáttahatarar og það kýs. En sumt á einfaldlega aldrei að umbera. Mannréttindabrot á ekki undir neinum kringumstæðum að umbera. Heimsku, ofbeldi, grimmd og fáfræði á ekki að umbera. Mannhatur á ekki að umbera, hvort sem það beinist að konum, útlendingum, hommum, guðleysingjum, múslimum eða rauðhausum. Skoðanir sem byggja á heimsku og hatri á ekki að umbera. Skoðanir sem vega að mannréttindum, t.d. trúfrelsi og tjáningarfrelsi, á ekki að umbera. Það á að samþykkja fólk án þess því fylgi að grimmd þess, fáfræði og heimska sé umborin. Skoðanir byggðar á þessu eru hættulegar og dæmin sýna að þeim vex fiskur um hrygg ef þær er umbornar. Þar sem slíkar skoðanir ná lýðhylli eru þær undantekningarlaust landinu og þjóðinni til mikils skaðræðis. Mér ber engin skylda til að umbera nýnasisma, útlendingahatur, trúar- eða vantrúarofstæki eða neitt annað sem vegur að grundvallarmannréttindum. Ég áskil mér rétt, reyndar er mér tryggður hann í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, til að berjast gegn þessu öllu með kjafti og klóm - að því tilskyldu að sú barátta brjóti ekki réttindi annarra. Höfum hugfast að réttindum, s.s. ferðafrelsi, er hægt að fyrirgera með að misbeita þeim. Ef við umberum samtök gegn grundvallarmannréttindum á borð við trúfrelsi, t. d. því að moska rísi í Reykjavík, verðum við á nákvæmlega sömu forsendum að umbera Ku Klux Klan og samtök helfararafneitara, svo fátt eitt af sama sauðahúsi sé nefnt. Það er umburðarlyndi andskotans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Umburðarlyndi er kjaftæði. Bókstaflega lýsir orðið eitt og sér ekki öðru en því lyndi að umbera. En enginn vill vera umborinn. Fólk vill vera samþykkt og viðurkennt, ekki umborið. Ef einhver ætlar að slá sjálfan sig til riddara fyrir þá góðmennsku sína að umbera mig getur sá hinn sami tekið sitt umburðarlyndi og troðið því þangað sem sólin ekki skín. Þannig umburðarlyndi er ekkert annað en hroki og yfirlæti undir þunnu lagi af bleikri málningu. Umburðarlyndi er svo mikið í tísku um þessar mundir að því er jafnvel stillt upp sem andstöðu forræðishyggju, ritskoðunar og alls annars sem setur frelsi einstaklingsins til að gera það sem honum sýnist, sjálfum sér til sálartjóns og öðrum til ama, einhverjar skorður. Fyrir vikið verður kynþáttahatur að skoðun sem verður að umbera, því fólk á að hafa frelsi til að vera eins miklir kynþáttahatarar og það kýs. En sumt á einfaldlega aldrei að umbera. Mannréttindabrot á ekki undir neinum kringumstæðum að umbera. Heimsku, ofbeldi, grimmd og fáfræði á ekki að umbera. Mannhatur á ekki að umbera, hvort sem það beinist að konum, útlendingum, hommum, guðleysingjum, múslimum eða rauðhausum. Skoðanir sem byggja á heimsku og hatri á ekki að umbera. Skoðanir sem vega að mannréttindum, t.d. trúfrelsi og tjáningarfrelsi, á ekki að umbera. Það á að samþykkja fólk án þess því fylgi að grimmd þess, fáfræði og heimska sé umborin. Skoðanir byggðar á þessu eru hættulegar og dæmin sýna að þeim vex fiskur um hrygg ef þær er umbornar. Þar sem slíkar skoðanir ná lýðhylli eru þær undantekningarlaust landinu og þjóðinni til mikils skaðræðis. Mér ber engin skylda til að umbera nýnasisma, útlendingahatur, trúar- eða vantrúarofstæki eða neitt annað sem vegur að grundvallarmannréttindum. Ég áskil mér rétt, reyndar er mér tryggður hann í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, til að berjast gegn þessu öllu með kjafti og klóm - að því tilskyldu að sú barátta brjóti ekki réttindi annarra. Höfum hugfast að réttindum, s.s. ferðafrelsi, er hægt að fyrirgera með að misbeita þeim. Ef við umberum samtök gegn grundvallarmannréttindum á borð við trúfrelsi, t. d. því að moska rísi í Reykjavík, verðum við á nákvæmlega sömu forsendum að umbera Ku Klux Klan og samtök helfararafneitara, svo fátt eitt af sama sauðahúsi sé nefnt. Það er umburðarlyndi andskotans.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun