Handbolti

Guðmundur: Spiluðum vel í 50 mínútur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Fréttablaðið/Vilhelm
„Við spiluðum mjög vel í 50 mínútur en gerðum okkur seka um mistök í vörn og sókn á tíu mínútna kafla og það gerði útslagið í þessum leik,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 28-29 tap Íslands gegn Dönum í gærkvöldi. „Það er grátlegt að við skulum ekki hafa nýtt þau tækifæri á að komast í fjögurra marka forystu. Þá hefðum við farið langt með að vinna þennan leik,“ segir Guðmundur sem telur að liðið geti tekið margt jákvætt úr leikjunum við Dani. „Það er margt jákvætt í okkar leik og það vantaði mikilvæga leikmenn í okkar lið. Þrátt fyrir það er liðið að spila vel og markvarslan var frábær í seinni leiknum. Það krefst mikillar vinnu og einbeitingar að halda sér á meðal bestu þjóða í heimi.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×