Fréttaskýring: Kostar 190 milljónir ef ráðherrar víkja kolbeinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 06:00 Mjög þröngt er um þá 63 þingmenn sem sæti eiga í þingsalnum, enda er hann hannaður fyrir mun færri þingmenn. fréttablaðið/pjetur Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi. Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi.
Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira