Hulk og Falcao gætu orðið erfiðir fyrir Arsenal í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2010 15:30 Hulk og Falcao eru öflugir saman í framlínu Porto. Mynd/AFP Suður-ameríska framherjaparið hjá Porto, Hulk og Falcao, munu örugglega láta reyna á vængbrotna Arsenal-vörnina í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mætast á Estadio do Dragao í Porto klukkan 19.45 í kvöld. Arsenal verður án tveggja fastamanna í vörninni í þessum leik, markvörðurinn Manuel Almunia og miðvörðurinn Williams Gallas eru báðir meiddir og því munu Lukasz Fabianski og Sol Campbell byrja í þessum leik. Miðvörðurinn Thomas Vermaelen er einnig að spila í gegnum meiðsli og því gæti vörnin verið spurningamerki í þessum leik. Varnarlínan hjá Arsenal fær alvöru próf í leiknum í kvöld því framherjaparið Hulk og Falcao hafa verið í flottu formi í Meistaradeildinni í vetur og eru báðir með 3 mörk og 1 stoðsendingu í 6 leikjum liðsins. Radamel Falcao García Zárate eða Falcao er 24 ára og 177 sentímetra framherji sem er frá Kólumbíu. Hann lék með River Plate í Argentínu áður en hann kom til Porto. Givanildo Vieira de Souza eða Hulk er 23 ára og 180 sentímetra framherja sem er frá Brasilíu. Hann kom til Porto frá Japan. Falcao hefur gert enn betur í portúgölsku deildinni heima fyrir þar sem að hann hefur skorað 14 mörk í aðeins 18 leikjum og er því alls með 20 mörk í 26 mótsleikjum á sínu fyrsta tímabili með Porto. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Suður-ameríska framherjaparið hjá Porto, Hulk og Falcao, munu örugglega láta reyna á vængbrotna Arsenal-vörnina í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mætast á Estadio do Dragao í Porto klukkan 19.45 í kvöld. Arsenal verður án tveggja fastamanna í vörninni í þessum leik, markvörðurinn Manuel Almunia og miðvörðurinn Williams Gallas eru báðir meiddir og því munu Lukasz Fabianski og Sol Campbell byrja í þessum leik. Miðvörðurinn Thomas Vermaelen er einnig að spila í gegnum meiðsli og því gæti vörnin verið spurningamerki í þessum leik. Varnarlínan hjá Arsenal fær alvöru próf í leiknum í kvöld því framherjaparið Hulk og Falcao hafa verið í flottu formi í Meistaradeildinni í vetur og eru báðir með 3 mörk og 1 stoðsendingu í 6 leikjum liðsins. Radamel Falcao García Zárate eða Falcao er 24 ára og 177 sentímetra framherji sem er frá Kólumbíu. Hann lék með River Plate í Argentínu áður en hann kom til Porto. Givanildo Vieira de Souza eða Hulk er 23 ára og 180 sentímetra framherja sem er frá Brasilíu. Hann kom til Porto frá Japan. Falcao hefur gert enn betur í portúgölsku deildinni heima fyrir þar sem að hann hefur skorað 14 mörk í aðeins 18 leikjum og er því alls með 20 mörk í 26 mótsleikjum á sínu fyrsta tímabili með Porto.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira