Stór dagur hjá íslensku keppendunum í Hollandi 17. ágúst 2010 14:30 Jón Margeir í lauginni. Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m baksundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Sá fyrsti til að stinga sér til sunds í morgun var Eyþór Þrastarson sem hafnaði í 9. sæti á tímanum 1:06.85 mín, örfáum sekúndubrotum frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en 8. besti tíminn var 1:06.39 mín – tæpara gat það vart verið. Í 50 m baksundi hafnaði Sonja 12. sæti á tímanum 59.86 sek, nokkuð frá sínum besta tíma en Íslandsmet hennar er 54.12 sek. Keppni í flokki þroskahamlaðra S14 hófst í morgun og þar hafnaði Jón Margeir í 14. sæti á tímanum 1:13.44 mín. og Ragnar Ingi í 18. sæti á tímanum 1:15.43 mín. Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum hefðu þeir kappar þurft að synda kringum Íslandsmetið í þessari grein sem er 1:08.14 mín þar sem 8. besti tíminn í sundinu í morgun var 1:08.85 mín. Þá hafnaði Kolbrún Alda í 14. sæti á tímanum 1:29.16 mín og Aníta Ósk í 17. sæti á tímanum 1:32.79 mín og bættu báðar sínn besta tíma. Á morgun keppa þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m bringusundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Jón Margeir keppir í úrslitum síðdegis í dag og nær vonandi að gera enn betur en í morgun og gera atlögu að fyrsta verðlaunapeningi Íslands á mótinu. Samhliða heimsmeistaramótinu fara fram ýmsar kynningar, fundir og ráðstefnur tengdar framgangi íþrótta fatlaðra. Þannig hafa verið haldnar ráðstefnur s.s. um þjálfun ungra og efnilegra sundmanna, ráðstefna um sund og fötlun, ráðstefna um blöndun fatlaðra íþróttamanna í önnur sérsambönd og svo mætti áfram telja. Þá hafa þjálfurum og forráðamönnum keppnisþjóðanna verið kynntar þær nýjungar og þeir möguleikar sem til staðar eru í þessari glæsilegu laug t.a.m. möguleika á greiningu á sundi hvers einstaklings. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála og afrekssviðs ÍF, hefur auk þess að fylgjast með gengi íslensku keppendanna setið hluta þeirra ráðstefna sem boðið hefur verið upp á. Innlendar Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m baksundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Sá fyrsti til að stinga sér til sunds í morgun var Eyþór Þrastarson sem hafnaði í 9. sæti á tímanum 1:06.85 mín, örfáum sekúndubrotum frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en 8. besti tíminn var 1:06.39 mín – tæpara gat það vart verið. Í 50 m baksundi hafnaði Sonja 12. sæti á tímanum 59.86 sek, nokkuð frá sínum besta tíma en Íslandsmet hennar er 54.12 sek. Keppni í flokki þroskahamlaðra S14 hófst í morgun og þar hafnaði Jón Margeir í 14. sæti á tímanum 1:13.44 mín. og Ragnar Ingi í 18. sæti á tímanum 1:15.43 mín. Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum hefðu þeir kappar þurft að synda kringum Íslandsmetið í þessari grein sem er 1:08.14 mín þar sem 8. besti tíminn í sundinu í morgun var 1:08.85 mín. Þá hafnaði Kolbrún Alda í 14. sæti á tímanum 1:29.16 mín og Aníta Ósk í 17. sæti á tímanum 1:32.79 mín og bættu báðar sínn besta tíma. Á morgun keppa þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m bringusundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Jón Margeir keppir í úrslitum síðdegis í dag og nær vonandi að gera enn betur en í morgun og gera atlögu að fyrsta verðlaunapeningi Íslands á mótinu. Samhliða heimsmeistaramótinu fara fram ýmsar kynningar, fundir og ráðstefnur tengdar framgangi íþrótta fatlaðra. Þannig hafa verið haldnar ráðstefnur s.s. um þjálfun ungra og efnilegra sundmanna, ráðstefna um sund og fötlun, ráðstefna um blöndun fatlaðra íþróttamanna í önnur sérsambönd og svo mætti áfram telja. Þá hafa þjálfurum og forráðamönnum keppnisþjóðanna verið kynntar þær nýjungar og þeir möguleikar sem til staðar eru í þessari glæsilegu laug t.a.m. möguleika á greiningu á sundi hvers einstaklings. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála og afrekssviðs ÍF, hefur auk þess að fylgjast með gengi íslensku keppendanna setið hluta þeirra ráðstefna sem boðið hefur verið upp á.
Innlendar Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira