Íslenski boltinn

Enn þarf FH að fara til Keflavíkur

Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar
Mynd/E. Stefán

Keflavík og FH drógust saman í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Liðin mætast í Keflavík en FH hefur ekki fengið bikarleik á heimavelli síðan 2006. Þetta er þar að auki þriðja árið í röð sem FH mætir Keflavík á útivelli í bikarnum en Keflavík vann báðar hinar viðureignirnar - í 16-liða úrslitum 2008 og í fjórðungsúrslitum í fyrra. Báðum leikjunum lauk með 3-1 sigri Keflavíkur.

Fleiri athyglisverðir leikir eru í 16-liða úrslitum, svo sem viðureign Fylkis og Fram. Þá mætir Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings, hans gömlu félögum í Val.

16-liða úrslitin:

Víkingur Ó. - Fjarðabyggð

BÍ/Bolungarvík - Stjarnan

Fylkir - Fram

Fjölnir - KR

ÍA - Þróttur

Víkingur - Valur

Keflavík - FH

Grindavík - KA






Fleiri fréttir

Sjá meira


×