Björgvin Víkingsson úr FH komst ekki í úrslit í 400 metra grindahlaupi á Evrópumótinu í steikjandi hita í Barcelona í dag.
Björgvin hljóp 400 metrana á 54,46 og varð síðastur í sínum riðli. Sigurvegarinn hljóp á 50,35. Fjórir efstu hvers riðils komust í 16-manna úrslit.
Hans besti árangur í ár er 51,77 sekúndur en Íslandsmet hans er 51,17 sekúndur.
Björgvin er fyrirliði íslenska landsliðsins en hann hefur nú lokið keppni í Barcelona.
Ásdís Hjálmsdóttir keppir í úrslitum í spjótkasti á morgun og á föstudaginn þegar Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppir í sjöþraut, Óðinn Björn Þorsteinsson keppir í kúluvarpi og Þorsteinn Ingvarsson keppir í langstökki.
Björgvin síðastur í sínum riðli og hefur lokið keppni
