Sífellt fleiri vilja leiðréttingu 16. júní 2010 05:15 alþingi Sífellt fleiri þingmenn allra flokka nefna nú möguleikann á að almenna leiðréttingu skulda. Stefna ríkisstjórnarinnar er þó enn að grípa til sértækra aðgerða.FRÉTTABLAÐIÐ/ Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira