Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi 20. október 2010 05:00 Sjúkrahús Dr. Brigit Toebes segir að gæta verði að mannréttindum við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira