Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn 20. maí 2010 06:00 Mikið magn Tugir tonna af kókaíni sem fundust í melassadunkum í Ekvador urðu til þess að Sigurður var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er ljóst hvar rannsókn þess máls stendur ytra, en ýmsir menn sem voru handteknir í Evrópu vegna þess hafa verið fríaðir sök.Fréttablaðið / ap Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Sigurður fékk sent bréf um niðurfellinguna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Þar segir að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar og sé því fellt niður. Málið sem enn var til meðferðar hjá ríkissaksóknara varðaði meint peningaþvætti Sigurðar í gegnum félagið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Ríkissaksóknari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt niður þann anga máls Sigurðar sem sneri að fíkninefnasmygli. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tuttugu daga vegna málsins, sem snerist um meint smygl á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Sigurður sat í varðhaldi vegna málsins hérlendis ásamt Ársæli Snorrasyni og Gunnari Viðari Árnasyni. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við áðurnefndan Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Þeir hafa hins vegar ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn í því máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þriðji þáttur málsins sneri að smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni til landsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut nýlega fimm ára fangelsisdóm fyrir innflutninginn. Sigurður og Ársæll voru í fyrstu grunaðir um að tengjast því máli en voru ekki ákærðir. Sigurður, sem árið 2001 hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum, enda sé komið í ljós að rannsóknin hafi verið byggð á sandi. Hann hafi að ósekju sætt einangrunarvist í þrjár vikur og legið undir grun um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga og ætla að fara eins langt og ég get með þetta mál,“ segir Sigurður. Ársæll Snorrason, sem einnig sat í varðhaldi vegna málsins en var aldrei ákærður, mun einnig íhuga málsókn gegn ríkinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar höfuðborgarlögreglunnar, sem hafði málið upphaflega til rannsóknar, vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Telji Sigurður á sér brotið sé eðlilegast að hann leiti réttar síns fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Sigurður fékk sent bréf um niðurfellinguna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Þar segir að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar og sé því fellt niður. Málið sem enn var til meðferðar hjá ríkissaksóknara varðaði meint peningaþvætti Sigurðar í gegnum félagið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Ríkissaksóknari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt niður þann anga máls Sigurðar sem sneri að fíkninefnasmygli. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tuttugu daga vegna málsins, sem snerist um meint smygl á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Sigurður sat í varðhaldi vegna málsins hérlendis ásamt Ársæli Snorrasyni og Gunnari Viðari Árnasyni. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við áðurnefndan Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Þeir hafa hins vegar ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn í því máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þriðji þáttur málsins sneri að smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni til landsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut nýlega fimm ára fangelsisdóm fyrir innflutninginn. Sigurður og Ársæll voru í fyrstu grunaðir um að tengjast því máli en voru ekki ákærðir. Sigurður, sem árið 2001 hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum, enda sé komið í ljós að rannsóknin hafi verið byggð á sandi. Hann hafi að ósekju sætt einangrunarvist í þrjár vikur og legið undir grun um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga og ætla að fara eins langt og ég get með þetta mál,“ segir Sigurður. Ársæll Snorrason, sem einnig sat í varðhaldi vegna málsins en var aldrei ákærður, mun einnig íhuga málsókn gegn ríkinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar höfuðborgarlögreglunnar, sem hafði málið upphaflega til rannsóknar, vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Telji Sigurður á sér brotið sé eðlilegast að hann leiti réttar síns fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira