Íslenski boltinn

Gylfi og Birkir bestir á vellinum að mati þýska blaðsins Kicker

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær. Mynd/Anton
Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Kicker þegar 21 árs landsliðið vann 4-1 sigur á Þjóðverjum í Kaplakrika í gær. Gylfi og Birkir Bjarnason fengu hæstu einkunn af öllum leikmönnum vallarins.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark íslenska liðsins beint úr aukaspyrnu og lagði líka upp fyrsta markið fyrir Birki. Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu síðan hin mörkin.

Gylfi og Birkir fengu báðir 2 í einkunn en Kicker gefur hæst 1 í einkunnagjöf sinni. Þrír leikmenn íslenska liðsins fengu 3 í einkunn en það voru Haraldur Björnsson markvörður, miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson og framherjinn Kolbeinn Sigþórsson.

Timo Gebhart fékk hæstu einkunn í þýska liðinu eða þrjá en alls átti íslenska liðið átta af tíu bestu mönnum vallarins samkvæmt einkunnagjöfinni hjá Kicker því þeir Hólmar Örn Eyjólfsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Jóhann Berg Guðmundsson fengu allir 3,5 hjá Kicker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×