FH-ingar bikarmeistarar í annað skipti eftir 4-0 stórsigur á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 17:00 FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu 4-0 stórsigur á KR í úrslitaleik VISA-bikars karla sem er nýlokið á Laugardalsvellinum. Þetta er í annað skiptið sem FH-ingar vinna bikarinn en þeir unnu hann einnig fyrir þremur árum. Matthías Vilhjálmsson kom FH í 2-0 með tveimur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik, Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og fengu fyrstu hættulegu færin. Fyrst fékk Björgólfur Takefusa aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn á 2. mínútu sem endaði í varnarveggnum og svo átti Baldur Sigurðsson hættulegt skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni á 6. mínútu. FH-ingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fengu síðan algjört dauðafæri þegar Atli Viðar Björnsson slapp einn í gegn á 31.mínútu en lét Lars Moldskred verja frá sér. Fjórum mínútum síðar fengu FH-ingar síðan víti þegar Skúli Jón Friðgeirsson braut klaufalega á Atla Guðnasyni sem hafði fengið langa sendingu inn fyrir vörnina. Erlendur Eiríksson hugsaði sig vel um en benti svo á punktinn. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr vítinu og kom FH í 1-0. Það liðu ekki nema sex mínútur þegar Erlendur Eiríksson var búinn að benda aftur á punktinn. Nú fékk hann góða aðstoð frá aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þórleifssyni sem veifaði á að Guðmundur Reynir Gunnarsson hefði stoppað fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar með hendinni. Þessi dómur var strangur en líklega réttur. Matthías Vilhjálmsson steig aftur fram á vítapunktinn og kom FH af öryggi í 2-0. KR-ingar voru nálægt því að minnka muninn í lok hálfleiksins þegar Tommy Nielsen bjargaði þrumuskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar á marklínu. Hálfleiksræða Rúnars Kristinssonar virtist ekki fara vel í KR-liðið því FH-ingar tóku strax völdinn í seinni hálfleik og voru allan tímann líklegri til að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Þriðja mark FH-liðsins kom þó ekki fyrr en sextán mínútum fyrir leikslok eftir að Rúnar var búinn að fækka í vörninni hjá KR. Atli Viðar fékk þá boltann inn í teignum eftir að sending Ólafs Páls Snorrasonar fór af varnarmanni og datt fyrir hann. Atli Guðnason batt síðan endahnútinn með fjórða markinu á 86. mínútu eftir samleik hans og Ólafs Páls Snorrasonar á milli kantanna. Ólafur Páll gaf loks á Atli inn fyrir vörnina og Atli skoraði af öryggi. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá úrslitaleik FH og KR VISA-bikar karla sem fram fer á Laugardalsvellinum. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - KR Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
FH-ingar unnu 4-0 stórsigur á KR í úrslitaleik VISA-bikars karla sem er nýlokið á Laugardalsvellinum. Þetta er í annað skiptið sem FH-ingar vinna bikarinn en þeir unnu hann einnig fyrir þremur árum. Matthías Vilhjálmsson kom FH í 2-0 með tveimur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik, Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og fengu fyrstu hættulegu færin. Fyrst fékk Björgólfur Takefusa aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn á 2. mínútu sem endaði í varnarveggnum og svo átti Baldur Sigurðsson hættulegt skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni á 6. mínútu. FH-ingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fengu síðan algjört dauðafæri þegar Atli Viðar Björnsson slapp einn í gegn á 31.mínútu en lét Lars Moldskred verja frá sér. Fjórum mínútum síðar fengu FH-ingar síðan víti þegar Skúli Jón Friðgeirsson braut klaufalega á Atla Guðnasyni sem hafði fengið langa sendingu inn fyrir vörnina. Erlendur Eiríksson hugsaði sig vel um en benti svo á punktinn. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr vítinu og kom FH í 1-0. Það liðu ekki nema sex mínútur þegar Erlendur Eiríksson var búinn að benda aftur á punktinn. Nú fékk hann góða aðstoð frá aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þórleifssyni sem veifaði á að Guðmundur Reynir Gunnarsson hefði stoppað fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar með hendinni. Þessi dómur var strangur en líklega réttur. Matthías Vilhjálmsson steig aftur fram á vítapunktinn og kom FH af öryggi í 2-0. KR-ingar voru nálægt því að minnka muninn í lok hálfleiksins þegar Tommy Nielsen bjargaði þrumuskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar á marklínu. Hálfleiksræða Rúnars Kristinssonar virtist ekki fara vel í KR-liðið því FH-ingar tóku strax völdinn í seinni hálfleik og voru allan tímann líklegri til að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Þriðja mark FH-liðsins kom þó ekki fyrr en sextán mínútum fyrir leikslok eftir að Rúnar var búinn að fækka í vörninni hjá KR. Atli Viðar fékk þá boltann inn í teignum eftir að sending Ólafs Páls Snorrasonar fór af varnarmanni og datt fyrir hann. Atli Guðnason batt síðan endahnútinn með fjórða markinu á 86. mínútu eftir samleik hans og Ólafs Páls Snorrasonar á milli kantanna. Ólafur Páll gaf loks á Atli inn fyrir vörnina og Atli skoraði af öryggi. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá úrslitaleik FH og KR VISA-bikar karla sem fram fer á Laugardalsvellinum. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - KR
Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast