Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er ekki hrifinn af skýrslu þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna. Pétur kallaði niðurstöðu nefndarinnar loðmullu og lét þannig í ljós að honum fyndist nefndin sýna linkind í afstöðu sinni.
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, tók gagnrýnina nærri sér og svaraði Pétri með orðunum: „Þetta er ekki loðmulla, háttvirtur þingmaður!"
Tekist er á um niðurstöðu nefndarinnar á Alþingi og sýnist sitt hverjum. Sjálfstæðismenn hafa sérstaklega haft sig í frammi þennan morguninn þegar kemur að gagnrýni á skýrsluna.
„Þetta er ekki loðmulla, háttvirtur þingmaður“
