Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum Elvar Geir Magnússon skrifar 2. september 2010 07:45 Fréttablaðið/Anton „Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson. Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki