
Víxlarekkinn í Alþingishúsinu
Af hverju var þetta svona? Vegna þess, að enginn vildi eiga fé í banka. Þess vegna þurfti að skammta aðganginn. Sparnaður varð nánast enginn nema lögþvingaður. Skylduframlag í lífeyrissjóði. Skyldusparnaður hja ungu fólki. Til þess að komast að þeim lögþvingaða sparnaði greip ungt fólk oft til þess ráðs að ganga í gervihjónabönd. Þá náði unga fólkið fjármunum sínum út.
Hvers vegna vildi fólk ekki eiga peninga í banka? Vegna þess að verðgildi peninganna brann upp. Sparnaðurinn, sem gamla fólkið ætlaði síðustu æviárum brann upp. Skírnargjafirnar sem góðhjartaðar ömmur gáfu ömmubörnum sínum til ávöxtunar urðu að engu. Fyrir lambsverð gefið í skírnargjöf lagt inn á reikning í sparisjóðnum var hægt að kaupa eina kótelettu við fermingu. Ef fólk eignaðist peninga var þeim betur varið til allra annara hluta en að "ávaxta" þá í banka.
Af hverju þetta ástand? Vegna þess, að ávöxtun var langt undir verðbólgustigi. Ef þú lagðir peninga í bankann þá tapaðir þú. Ef þú fékkst lán í banka, þá hagnaðist þú. Mest varð tapið - og mestur hagnaðurinn - þegar gengi krónunnar var fellt. Þá græddu þeir mest, sem voru í náðinni hjá bönkunum. Þá töpuði þeir líka mestu, sem lagt höfðu fé sitt inn á innlánsreikninga.
Í fjölmiðlum er nú oft rætt um Vilmund Gylfason. Meðal hans helstu baráttumála var að berjast gegn þeirri óhæfu, sem hér er líst. Ég tel það meðal mestu sigra okkar kynslwóðar í Alþýðuflokknum og meðal merkustu verka Ólafs heitins Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins að afnema þetta ástand. Að sjá til þess að óhætt væri að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé.
Þá hvarf líka andi hins gamla Íslands eins og dögg fyrir sólu. Fyrirtækjahópar í náðinni græddu ekki lengur á að hafa forgang að lánsfé. Því voru þau orðin svo vön að þau kunnu ekki annað - og þau eru ekki lengur til. Fólk taldi óhætt að leggja sparifé sitt inn í banka. Frjáls sparnaður óx. Lögþvingaði skyldusparnaðurinn hjá unga fólkinu hvarf. Lífeyrissjóðirnir sáu allt í einu fram á að geta staðið við skuldbindingar. Og víxileyðublöðin hurfu úr rekkanum í Alþingishúsinu. Almenningur þurfti ekki lengur að leita á náðir stjórnmálamanna til þess að fá lán.
Svo kom hrunið. Afleiðingar skefjalausrar frjálshyggju og skorts á eftirliti af hálfu opinberra aðila. Þá var fjármálakerfinu stefnt í hættu. Þá virtist ekki lengur óhætt að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Komið var í veg fyrir hrun fjármálakerfisins. Fyrir það á þjóðin Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að þakka. Nú er aftur orðið óhætt að trúa bönkum fyrir fé.
En þá virðist að ný alda sé að rísa. Menn vilji sjá „gamla Ísland" aftur. Þegar fólk, sem heimskaðist til þess að ávaxta fé sitt í banka, uppskar tryggingu fyrir tapi. Þegar aftur yrði takmarkað aðgengi að lánsfé. Þegar aftur þyrfti að innleiða skyldusparnað ungs fólks. Þegar gamla fólkið færi aftur að tapa ellilífeyri sínum. Þegar lambsverð við skírn væri orðið að kótelettu við fermingu. Þegar víxileyðublöðin kæmu aftur í rekkann í Alþingishúsinu.
Umræðan á Íslandi þessa dagana er ekki á skynsömum nótum. Vissulega er sú ábending sönn og rétt, að fjöldi landsmanna á í erfiðleikum vegna skulda. Sumum er efalaust hægt að hjálpa. Öðrum ekki. Það sem ekki er skynsamlegt í umræðunni er sú tillaga að hverfa aftur til þess tíma, sem líst var hér í upphafi. Við, sem þá tíma munum, viljum ekki sjá þá aftur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að verði það umhverfi aftur innleitt þá eru það ekki bankarnir sem tapa heldur þeir Íslendingar, sem afhenda bönkunum sparifé sitt til þess að þeir geti lánað þeim Íslendingum, sem á þurfa að halda. Jón og Gunna þurfa ekki að halda að þá bjóðist þeim lán, sem ekki þurfi að borga til baka í sömu verðmætum. Aðrir munu hafa forgang að takmörkuðu lánsfé eins og aðrir en Jón og Gunna höfðu aðgang að takörkuðu lánsfé hins "gamla Íslands"
Vel má vera að með því að innleiða þetta gamla Íslands umhverfi upp á nýtt megi bjarga einhverjum. En að velja það björgunarúrræði umfram önnur þýðir að Ísland verður lagt í rúst - þá rúst sem rústabjörgunarsveitin hans Ólafs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi bjargaði þjóðinni úr á sínum tíma.
Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra áratuga skeið. Lykilþáttur í því er að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil. Sé það ekki hægt með íslensku krónunni - sjálfstæðri mynt á minnsta myntsvæði heims - þá verður þjóðin af fá annan og betri gjaldmiðil. Svo einfalt er það.
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar