Handbolti

Róbert: Betra að tapa svona í leik en einhverjum mikilvægum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Róbert í leiknum í kvöld.
Róbert í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm
„Það er alltaf hundleiðinlegt að tapa en þetta var skemmtilegur handbolti og bara æfingaleikur. Auðvitað viljum við alltaf vinna en það er betra að tapa í svona leik en einhverjum mikilvægum,“ sagði Róbert Gunnarsson sem var öflugur á línunni í kvöld og skoraði sex mörk í tapi Íslands gegn Dönum, 28-29 í Laugardalshöllinni. „Dönsku varnarmennirnir voru eitthvað fúlir út í mig. Þó þetta hafi verið æfingaleikur þá var vel tekið á mér og þeir létu mig óspart finna fyrir því.“ Róbert er ánægður með að fá þessa æfingarleiki við Dani og telur að reynslan úr þeim muni nýtast vel í undirbúningi fyrir HM á næsta ári. „Það er fínt að fá svona leiki til að fara yfir leikkerfin og fínpússa vörnina. Það fer alltaf mikið púður í fá upp góða vörn og þessir leikir voru góð æfing. Það er líka alltaf gaman að fá að koma heim, spila fyrir framan íslenska áhorfendur og ljúka tímabilinu með þeim hætti.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×