Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2010 18:30 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jóhanna fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Fram kom í máli Jóhönnu að hún telur rétt sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum úr 12 í níu strax þessu ári. Þá boðaði hún frekari niðurskurð í ríkisfjármálum og telur raunhæft að fækka ríkisstofnunum úr 200 í 120 á næstu tveimur til þremur árum. Meðal annars með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu þeirra á milli. "Óhætt er að segja að hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Jóhanna sagði að útgerðarmenn væru að reyna fella ríkisstjórnina með allsherjar áróðursstríði. Hún sakaði þá ennfremur um að ógna stöðugleikanum í samfélaginu til að koma í veg fyrir allar breytingar á kvótakerfinu. "Útgerðarmenn hafa svarað öllum tillögum stjórnvalda með hótunum. Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum." Jóhanna gagnrýndi Framsókn og Sjálfstæðisflokk sérstaklega. "Okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbrot einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum" Hún sagði að sjálfstæðismenn ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Enn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki treyst sér til þess að gera grein fyrir fjárframlögum sem hann fékk á tímum þegar stórir hagsmunaaðilar voru á höttunum eftir eignum ríkisins," sagði Jóhanna en Sjálfstæðisflokkurinn hélt um 150 nöfnum styrktaraðila leyndum af þeim sem styrktu flokkinn. Í þessu ljósi verði að rannsaka einkavæðingu bankanna sérstaklega "Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jóhanna fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Fram kom í máli Jóhönnu að hún telur rétt sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum úr 12 í níu strax þessu ári. Þá boðaði hún frekari niðurskurð í ríkisfjármálum og telur raunhæft að fækka ríkisstofnunum úr 200 í 120 á næstu tveimur til þremur árum. Meðal annars með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu þeirra á milli. "Óhætt er að segja að hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Jóhanna sagði að útgerðarmenn væru að reyna fella ríkisstjórnina með allsherjar áróðursstríði. Hún sakaði þá ennfremur um að ógna stöðugleikanum í samfélaginu til að koma í veg fyrir allar breytingar á kvótakerfinu. "Útgerðarmenn hafa svarað öllum tillögum stjórnvalda með hótunum. Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum." Jóhanna gagnrýndi Framsókn og Sjálfstæðisflokk sérstaklega. "Okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbrot einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum" Hún sagði að sjálfstæðismenn ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Enn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki treyst sér til þess að gera grein fyrir fjárframlögum sem hann fékk á tímum þegar stórir hagsmunaaðilar voru á höttunum eftir eignum ríkisins," sagði Jóhanna en Sjálfstæðisflokkurinn hélt um 150 nöfnum styrktaraðila leyndum af þeim sem styrktu flokkinn. Í þessu ljósi verði að rannsaka einkavæðingu bankanna sérstaklega "Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira