Picasso og Matisse stolið af safni í París 21. maí 2010 00:45 Gengið frá römmunum Þjófurinn virðist hafa gefið sér góðan tíma þegar hann fjarlægði verkin úr römmunum. fréttablaðið/AP Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. Þjófavarnakerfi í nokkrum sala safnsins hefur verið bilað síðan í lok mars, að því er segir í yfirlýsingu frá Bertrand Delanoe, borgarstjóra í París. Öryggisfyrirtækið hafði pantað varahluti í þjófavarnakerfið, en þeir höfðu ekki enn borist fyrirtækinu frá framleiðanda. Á öryggismyndavélum sást einungis einn maður að verki innan veggja safnsins, og var hann grímuklæddur. Ekki er vitað hvort aðrir hafi beðið fyrir utan eða hann haft aðra vitorðsmenn. „Þetta er stórþjófnaður, á því leikur ekki vafi,“ segir Stephane Thefo, sérfræðingur alþjóðalögreglunnar Interpol sem sér um rannsóknir á alþjóðlegum listaverkaþjófnuðum. „Þessi verk eru ómetanleg.“ Hann sagðist efast um að þjófurinn hafi verið einn að verki, jafnvel þótt aðrir hafi ekki sést á öryggismyndavélum. Næturvörður í safninu tók eftir því rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun að málverkin voru horfin. Á svölum fyrir aftan safnið fundust tómir rammar verkanna, en svo virðist sem þjófurinn hafi fjarlægt verkin úr römmunum af mikilli nærgætni. Við svalirnar var brotin rúða, sem þjófurinn virðist hafa farið í gegnum. Erfitt hefur reynst að leggja ákveðið mat á verðmæti verkanna, enda þykja þau ómetanleg. Fyrst taldi skrifstofa saksóknara verðmæti þeirra geta numið allt að 500 milljónum evra, en síðar var sú tala lækkuð niður í 90 milljónir. Christophe Girard, aðstoðarmenningarráðherra Parísarborgar, sagði heildarverðmæti verkanna nema tæplega 100 milljónum. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Sjá meira
Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. Þjófavarnakerfi í nokkrum sala safnsins hefur verið bilað síðan í lok mars, að því er segir í yfirlýsingu frá Bertrand Delanoe, borgarstjóra í París. Öryggisfyrirtækið hafði pantað varahluti í þjófavarnakerfið, en þeir höfðu ekki enn borist fyrirtækinu frá framleiðanda. Á öryggismyndavélum sást einungis einn maður að verki innan veggja safnsins, og var hann grímuklæddur. Ekki er vitað hvort aðrir hafi beðið fyrir utan eða hann haft aðra vitorðsmenn. „Þetta er stórþjófnaður, á því leikur ekki vafi,“ segir Stephane Thefo, sérfræðingur alþjóðalögreglunnar Interpol sem sér um rannsóknir á alþjóðlegum listaverkaþjófnuðum. „Þessi verk eru ómetanleg.“ Hann sagðist efast um að þjófurinn hafi verið einn að verki, jafnvel þótt aðrir hafi ekki sést á öryggismyndavélum. Næturvörður í safninu tók eftir því rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun að málverkin voru horfin. Á svölum fyrir aftan safnið fundust tómir rammar verkanna, en svo virðist sem þjófurinn hafi fjarlægt verkin úr römmunum af mikilli nærgætni. Við svalirnar var brotin rúða, sem þjófurinn virðist hafa farið í gegnum. Erfitt hefur reynst að leggja ákveðið mat á verðmæti verkanna, enda þykja þau ómetanleg. Fyrst taldi skrifstofa saksóknara verðmæti þeirra geta numið allt að 500 milljónum evra, en síðar var sú tala lækkuð niður í 90 milljónir. Christophe Girard, aðstoðarmenningarráðherra Parísarborgar, sagði heildarverðmæti verkanna nema tæplega 100 milljónum. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Sjá meira