Íslenski boltinn

Ólafur: Langt frá því sem við ætluðum okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Ólafur ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, var allt annað en glaður eftir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld enda nánast ekkert jákvætt hægt að taka úr honum.

„Þetta var léleg frammistaða og langt frá því sem við ætluðum okkur. Frammistaðan var mjög döpur og við fengum ekki færi," sagði Ólafur sem kunni ekki skýringar á þessari spilamennsku landsliðsins.

„Við þurfum að gera betur en þetta í öllum leikjum og ég tala nú ekki um í þessari undankeppni sem framundan er. Við förum ekkert á svona frammistöðu. Þessi leikur skilar manni fleiri spurningum en svörum. Það er ekki gott þegar stutt er í keppni."

Ólafur segir erfitt að taka eitthvað jákvætt úr þessum leik en hrósaði frammistöðu U21 landsliðsins fyrr í dag. „Við eigum nokkuð marga unga og góða leikmenn og framtíðin er björt. Margir af þeim leikmönnum hafa verið í og við hópinn minn undanfarið og þeir verða það örugglega áfram" sagði Ólafur Jóhannesson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×