Fáar skoðanakannanir fyrir kosningarnar í dag 29. maí 2010 09:00 Hversu nærri úrslitunum fóru skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Lítið hefur verið um skoðanakannanir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í dag. Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu samtals 13 kannanir í níu sveitarfélögum. Morgunblaðið lét gera eina könnun í Reykjavík, og Ríkisútvarpið birti könnun fyrir Reykjavík í gærkvöldi. Þá létu einhverjir staðbundnir fjölmiðlar einnig gera kannanir í sínum sveitarfélögum. Að auki voru niðurstöður einhverra af þeim könnunum sem stjórnmálaflokkarnir fengu könnunarfyrirtæki til að gera fyrir sig birtar í fjölmiðlum. Talsvert fleiri kannanir voru birtar dagana fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í maí 2006. Einkum var þar um að ræða kannanir Fréttablaðsins, Gallup og Félagsvísindastofnunar. Þegar kjörfylgi flokka í borgar-stjórnarkosningunum í Reykjavík í kosningunum 2006 eru borin saman við síðustu kannanir fyrir kosningar sést að könnun Gallup komst næst úrslitunum. Kannanir Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar voru heldur fjær niðurstöðum kosninganna. Gallup var að meðaltali 1,3 prósentustigum frá réttu fylgi flokka. Kannanir Félagsvísindastofnunar voru að meðaltali 1,8 prósentustigum frá kjörfylgi, og 1,9 prósentustigum munaði að meðaltali hjá Fréttablaðinu. Raunar komst Gallup næst úrslitunum í könnun sem birt var á fimmtudeginum fyrir kosningar, en aðeins var eins prósentustigs munur á niðurstöðum þeirrar könnunar og kjörfylgi flokkanna. Í síðustu könnuninni, sem birt var daginn eftir, munaði meiru. Kannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins mældu allar stuðning við framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík undir kjörfylgi. Flokkurinn fékk 6,3 prósent í kosningunum. Minnstu munaði hjá Gallup, 0,4 prósentustigum, en mestu hjá Fréttablaðinu, 1,8 prósentustigum. Fréttablaðið var næst fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun sinni, en eins og kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar mældi könnunin fylgi við flokkinn meira en það reyndist vera. Fréttablaðið var 0,3 prósentustigum frá kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, en Félagsvísindastofnun 4,3 prósentustigum. Allar kannanir vanmátu stuðning við Frjálslynda flokkinn. Þar var Félagsvísindastofnun næst kjörfylgi, 1,6 prósentustigum undir, en Gallup fjærst, 2,8 prósentustigum undir kjörfylgi. Könnun Gallup var aðeins 0,1 prósentustigi frá kjörfylgi Samfylkingarinnar. Fréttablaðið ofmældi fylgi flokksins um 4,3 prósentustig, en Félagsvísindastofnun vanmat stuðning við flokkinn um 1,8 prósentustig. Félagsvísindastofnun komst næst því að spá fyrir um fylgi Vinstri grænna, og mældi stuðning við flokkinn aðeins 0,2 prósentustigum yfir kjörfylgi. Fréttablaðið ofmat fylgi flokksins um eitt prósentustig, en Gallup vanmat fylgið um 0,5 prósentustig. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Hversu nærri úrslitunum fóru skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Lítið hefur verið um skoðanakannanir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í dag. Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu samtals 13 kannanir í níu sveitarfélögum. Morgunblaðið lét gera eina könnun í Reykjavík, og Ríkisútvarpið birti könnun fyrir Reykjavík í gærkvöldi. Þá létu einhverjir staðbundnir fjölmiðlar einnig gera kannanir í sínum sveitarfélögum. Að auki voru niðurstöður einhverra af þeim könnunum sem stjórnmálaflokkarnir fengu könnunarfyrirtæki til að gera fyrir sig birtar í fjölmiðlum. Talsvert fleiri kannanir voru birtar dagana fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í maí 2006. Einkum var þar um að ræða kannanir Fréttablaðsins, Gallup og Félagsvísindastofnunar. Þegar kjörfylgi flokka í borgar-stjórnarkosningunum í Reykjavík í kosningunum 2006 eru borin saman við síðustu kannanir fyrir kosningar sést að könnun Gallup komst næst úrslitunum. Kannanir Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar voru heldur fjær niðurstöðum kosninganna. Gallup var að meðaltali 1,3 prósentustigum frá réttu fylgi flokka. Kannanir Félagsvísindastofnunar voru að meðaltali 1,8 prósentustigum frá kjörfylgi, og 1,9 prósentustigum munaði að meðaltali hjá Fréttablaðinu. Raunar komst Gallup næst úrslitunum í könnun sem birt var á fimmtudeginum fyrir kosningar, en aðeins var eins prósentustigs munur á niðurstöðum þeirrar könnunar og kjörfylgi flokkanna. Í síðustu könnuninni, sem birt var daginn eftir, munaði meiru. Kannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins mældu allar stuðning við framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík undir kjörfylgi. Flokkurinn fékk 6,3 prósent í kosningunum. Minnstu munaði hjá Gallup, 0,4 prósentustigum, en mestu hjá Fréttablaðinu, 1,8 prósentustigum. Fréttablaðið var næst fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun sinni, en eins og kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar mældi könnunin fylgi við flokkinn meira en það reyndist vera. Fréttablaðið var 0,3 prósentustigum frá kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, en Félagsvísindastofnun 4,3 prósentustigum. Allar kannanir vanmátu stuðning við Frjálslynda flokkinn. Þar var Félagsvísindastofnun næst kjörfylgi, 1,6 prósentustigum undir, en Gallup fjærst, 2,8 prósentustigum undir kjörfylgi. Könnun Gallup var aðeins 0,1 prósentustigi frá kjörfylgi Samfylkingarinnar. Fréttablaðið ofmældi fylgi flokksins um 4,3 prósentustig, en Félagsvísindastofnun vanmat stuðning við flokkinn um 1,8 prósentustig. Félagsvísindastofnun komst næst því að spá fyrir um fylgi Vinstri grænna, og mældi stuðning við flokkinn aðeins 0,2 prósentustigum yfir kjörfylgi. Fréttablaðið ofmat fylgi flokksins um eitt prósentustig, en Gallup vanmat fylgið um 0,5 prósentustig. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira