Ábyrgðin hjá bönkunum 14. apríl 2010 06:00 Jónas Fr. Jónsson. Mannfæð og fjárskortur stóðu Fjármálaeftirlitinu helst fyrir þrifum á árunum fyrir hrun, segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri eftirlitsins. Hann sér eftir að hafa ekki reynt að stækka og efla eftirlitið hraðar en segir eigendur og stjórnendur bankanna bera höfuðábyrgð á hruni þeirra. Einn þeirra sjö sem rannsóknarnefnd Alþingis segir að hafi gerst sekur um vanrækslu í aðdraganda hrunsins er Jónas Fr. Jónsson. Hann var forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) frá miðju ári 2005 til 1. mars 2009. Þú ert sakaður um vanrækslu í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Vanræktir þú starf þitt sem forstjóri FME? Nei, ég tel mig ekki hafa gert það. Mér finnst þetta mjög ósanngjörn niðurstaða og finnst hún ekki taka neitt tillit til þeirra aðstæðna sem voru hjá eftirlitinu þegar ég kom þar til starfa og þeirra breytinga sem ég gerði á meðan ég var þarna. Ég fjölgaði starfsmönnum, þeir voru 35 þegar ég kom á meðan fjármálafyrirtækin voru 38. Ég fjölgaði þeim í 56 fastráðna og yfir 60 með lausráðnum. Ég náði að auka fjármagn eftirlitsins úr því að vera 300 milljónir í 950. Ég vann í að breyta innra skipulagi og náði að stytta málshraða verulega. Ég setti mikið prógramm í gang til að bæta upplýsingatæknikerfi og ýmislegt annað. Á sama tíma erum við að eiga við markað sem er mjög kvikur, stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins. Mér finnst þetta starf sem var unnið ekki metið að verðleikum. Bankarnir voru á móti eflingu FMEÞú ert gagnrýndur fyrir að hafa ekki brugðist við því að FME var í fjársvelti og gat því ekki vaxið. Hvers vegna sýndir þú ekki ráðamönnum svart á hvítu nauðsyn þess að efla eftirlitið verulega eftir að þú komst til starfa? Ég gerði það, ég skilaði reglulega skýrslum til Alþingis um þetta efni. Vandamálið var að á árunum 2003 til 2005 margfölduðust bankarnir að stærð. Á sama tíma, áður en ég tók við sem forstjóri, fjölgaði starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins um þrjá. Þarna sat eftirlitið eftir og við þurftum að reyna að vinna þetta upp. Ég er ekki viss um að það hafi verið hægt að ná því í gegn að stækka eftirlitið hraðar en við gerðum. Það er, eftir á að hyggja, eitthvað sem ég sé eftir að hafa ekki reynt. Ég hefði átt að reyna að stækka enn þá meira og enn þá hraðar. Bankarnir voru mikið á móti því að eftirlitið fengi aukið fjármagn eða auknar valdheimildir, sérstaklega í upphafi. Í skýrslunni kemur fram að starfsmannavelta FME hafi verið afar mikil, starfsmenn embættisins hafi verið reynslulausir og í raun varla átt séns í sérfræðinga bankanna. Ert þú sammála þessu? Starfsmennirnir voru ekki reynslulausir, en þeir voru oft á tíðum reynsluminni. Fólk var keypt út úr eftirlitinu í miklum mæli. En við vorum með stíft ráðningarferli og vorum að ráða gott fólk. Það vantaði kannski upp á reynsluna, en það var verið að þjálfa fólkið mjög hratt, og við vorum með ákveðið prógramm í gangi til þess. Þetta var sú staða sem við vorum í. Hefðir þú átt að sjá veikleika fjármálakerfisins, vara stjórnvöld við og annaðhvort benda á leiðir til úrlausnar eða koma að vinnu við það ásamt stjórnvöldum? Fjármálaeftirlitið lýtur ákveðnum lögum. Hlutverk þess er að gæta þess að fjármálafyrirtækin fari að lögum, og á meðan þau brjóta ekki lög er erfitt um vik að gera eitthvað. Í þessu tilviki hrundi kerfið. Það var eitthvað sem við sáum ekki fyrir, en við vorum í því að afla upplýsinga. Eins og fram kemur í skýrslunni var viðbúnaðarhópur okkar á fullu að safna upplýsingum. Skýrsluhöfundar segja að hópurinn hafi ekki metið stöðuna rétt. Við reyndum að lesa út úr þessu eins og við best gátum, en það virðist vera samkvæmt þessari skýrslu að við höfum hreinlega verið blekkt. Rangar upplýsingar hafi farið til stjórnvalda og eftirlitsaðila. Það er mjög alvarlegur hlutur, því það þýðir að stjórnvöld hafi verið í blindflugi. Gerðuð þið nóg af því að sannreyna upplýsingar frá fyrirtækjunum, til dæmis með því að fara í vettvangsrannsóknir? Hér komum við aftur að starfsmannaveltunni. Vettvangsrannsóknir eru tímafrekar og kosta mannafla. Það var mikill vilji til að auka þessar rannsóknir, eins og sjá má í ársskýrslu eftirlitsins 2007. Á árunum 2007 og 2008 fjölguðum við mikið eftirlitsheimsóknum. Gagnrýni á álagspróf lítið rökstuddÍ skýrslunni er hörð gagnrýni á álagspróf FME, og að stofnunin hefði haldið áfram að nota þau þrátt fyrir gagnrýni, til dæmis frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá er gagnrýnt að FME hafi treyst um of á að álagsprófin gæfu rétta mynd af stöðu bankanna. Voru það mistök að treysta á prófin? Mér finnst þetta vera frekar lítið rökstutt í skýrslunni, og er svolítil eftiráskýring. Álagsprófin eru aldrei betri en forsendur þeirra og þau gögn sem fóru í þau. Gögnin komu úr uppgjörum bankanna. Forsendurnar voru svo auðvitað alltaf birtar, svo markaðurinn gat metið þær sjálfur. Álagspróf björguðu ekki bönkum í Bandaríkjunum og Bretlandi, ekki frekar en hér. Þetta eru bara tæki, það voru engin álagspróf sem gátu spáð fyrir um þessa ofboðslegu fjármálakrísu sem varð. Þessi próf voru birt að tillögu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og hann hefði væntanlega ekki lagt það til ef hann hefði talið þau mjög gölluð. Auðvitað mátti þróa álagsprófin frekar, sem við vorum raunar byrjuð á, en það var engin hörð gagnrýni á að þetta væri ómögulegt. Skýrsluhöfundar gagnrýna að FME hafi haldið málum of lengi í óformlegu ferli í stað þess að grípa til aðgerða. Hvers vegna brást FME ekki harðar við brotum? Ég svaraði þeim einstöku málum sem skýrsluhöfundar tilnefna í mínum andsvörum. Öll þau mál voru í ákveðnu ferli, en auðvitað er alltaf spurning hvenær menn grípa til ákveðinna aðgerða. Svo komu heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir vegna stórra áhættuskuldbindinga ekki fyrr en um mitt ár 2007. En það verður eiginlega að útskýra hvert mál fyrir sig. Landsbankinn ekki sammálaÍ skýrslunni er einmitt nefnt tilvik frá árinu 2005, þar sem lán Landsbankans til Björgólfs Thors og tengdra fyrirtækja námu um 50 prósentum af eiginfé bankans. Þar kemur fram að þar hefði FME átt að benda lögreglu á lögbrot sem þar virðist hafa verið framið. Hvers vegna var það ekki gert? Þarna er ágreiningur um tengsl Björgólfs Thors [Björgólfssonar] og Actavis. Við töldum þar um tengda aðila að ræða en Landsbankinn var því ekki sammála. Auðvitað tók þetta mál lengri tíma en æskilegt hefði verið, en það helgaðist af því að það vantaði mannskap, og megnið af þeim mannskap sem vann að rannsókninni lét af störfum. Svo má ekki gleyma því að það eru gerðar mjög stífar kröfur um málsmeðferð, sönnun og fleira. Málinu lauk í mars 2007 með ákvörðun okkar sem þeir mótmæltu, en skömmu síðar tók Björgólfur Thor yfir Actavis og ágreiningurinn var úr sögunni. Málið leystist eins og við vildum, áttum við þá að krefjast þess að menn færu í fangelsi? Það var ekki raunhæft. Þegar þú horfir til baka, sérðu eitthvað sem þú hefðir átt að gera til að afstýra hruninu eða milda höggið þegar það kom? Það er alltaf hægt að horfa á hlutina eftir á og hugsa um hvað hefði getað gerst. En miðað við þær upplýsingar og mannskap sem ég hafði held ég að það hefði verið erfitt að bregðast öðruvísi við. Hins vegar er þetta eitthvað sem við eigum að læra af. Við eigum að skoða hvað fór úrskeiðis, og ég mun auðvitað leggja mitt af mörkum til að það megi draga lærdóm af þessu. Hver ber ábyrgð á hruninu? Eigendur og stjórnendur bankanna að sjálfsögðu. Þeir tóku viðskiptaákvarðanirnar. Það sýnist mér vera meginniðurstaðan í skýrslunni. brjann@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mannfæð og fjárskortur stóðu Fjármálaeftirlitinu helst fyrir þrifum á árunum fyrir hrun, segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri eftirlitsins. Hann sér eftir að hafa ekki reynt að stækka og efla eftirlitið hraðar en segir eigendur og stjórnendur bankanna bera höfuðábyrgð á hruni þeirra. Einn þeirra sjö sem rannsóknarnefnd Alþingis segir að hafi gerst sekur um vanrækslu í aðdraganda hrunsins er Jónas Fr. Jónsson. Hann var forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) frá miðju ári 2005 til 1. mars 2009. Þú ert sakaður um vanrækslu í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Vanræktir þú starf þitt sem forstjóri FME? Nei, ég tel mig ekki hafa gert það. Mér finnst þetta mjög ósanngjörn niðurstaða og finnst hún ekki taka neitt tillit til þeirra aðstæðna sem voru hjá eftirlitinu þegar ég kom þar til starfa og þeirra breytinga sem ég gerði á meðan ég var þarna. Ég fjölgaði starfsmönnum, þeir voru 35 þegar ég kom á meðan fjármálafyrirtækin voru 38. Ég fjölgaði þeim í 56 fastráðna og yfir 60 með lausráðnum. Ég náði að auka fjármagn eftirlitsins úr því að vera 300 milljónir í 950. Ég vann í að breyta innra skipulagi og náði að stytta málshraða verulega. Ég setti mikið prógramm í gang til að bæta upplýsingatæknikerfi og ýmislegt annað. Á sama tíma erum við að eiga við markað sem er mjög kvikur, stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins. Mér finnst þetta starf sem var unnið ekki metið að verðleikum. Bankarnir voru á móti eflingu FMEÞú ert gagnrýndur fyrir að hafa ekki brugðist við því að FME var í fjársvelti og gat því ekki vaxið. Hvers vegna sýndir þú ekki ráðamönnum svart á hvítu nauðsyn þess að efla eftirlitið verulega eftir að þú komst til starfa? Ég gerði það, ég skilaði reglulega skýrslum til Alþingis um þetta efni. Vandamálið var að á árunum 2003 til 2005 margfölduðust bankarnir að stærð. Á sama tíma, áður en ég tók við sem forstjóri, fjölgaði starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins um þrjá. Þarna sat eftirlitið eftir og við þurftum að reyna að vinna þetta upp. Ég er ekki viss um að það hafi verið hægt að ná því í gegn að stækka eftirlitið hraðar en við gerðum. Það er, eftir á að hyggja, eitthvað sem ég sé eftir að hafa ekki reynt. Ég hefði átt að reyna að stækka enn þá meira og enn þá hraðar. Bankarnir voru mikið á móti því að eftirlitið fengi aukið fjármagn eða auknar valdheimildir, sérstaklega í upphafi. Í skýrslunni kemur fram að starfsmannavelta FME hafi verið afar mikil, starfsmenn embættisins hafi verið reynslulausir og í raun varla átt séns í sérfræðinga bankanna. Ert þú sammála þessu? Starfsmennirnir voru ekki reynslulausir, en þeir voru oft á tíðum reynsluminni. Fólk var keypt út úr eftirlitinu í miklum mæli. En við vorum með stíft ráðningarferli og vorum að ráða gott fólk. Það vantaði kannski upp á reynsluna, en það var verið að þjálfa fólkið mjög hratt, og við vorum með ákveðið prógramm í gangi til þess. Þetta var sú staða sem við vorum í. Hefðir þú átt að sjá veikleika fjármálakerfisins, vara stjórnvöld við og annaðhvort benda á leiðir til úrlausnar eða koma að vinnu við það ásamt stjórnvöldum? Fjármálaeftirlitið lýtur ákveðnum lögum. Hlutverk þess er að gæta þess að fjármálafyrirtækin fari að lögum, og á meðan þau brjóta ekki lög er erfitt um vik að gera eitthvað. Í þessu tilviki hrundi kerfið. Það var eitthvað sem við sáum ekki fyrir, en við vorum í því að afla upplýsinga. Eins og fram kemur í skýrslunni var viðbúnaðarhópur okkar á fullu að safna upplýsingum. Skýrsluhöfundar segja að hópurinn hafi ekki metið stöðuna rétt. Við reyndum að lesa út úr þessu eins og við best gátum, en það virðist vera samkvæmt þessari skýrslu að við höfum hreinlega verið blekkt. Rangar upplýsingar hafi farið til stjórnvalda og eftirlitsaðila. Það er mjög alvarlegur hlutur, því það þýðir að stjórnvöld hafi verið í blindflugi. Gerðuð þið nóg af því að sannreyna upplýsingar frá fyrirtækjunum, til dæmis með því að fara í vettvangsrannsóknir? Hér komum við aftur að starfsmannaveltunni. Vettvangsrannsóknir eru tímafrekar og kosta mannafla. Það var mikill vilji til að auka þessar rannsóknir, eins og sjá má í ársskýrslu eftirlitsins 2007. Á árunum 2007 og 2008 fjölguðum við mikið eftirlitsheimsóknum. Gagnrýni á álagspróf lítið rökstuddÍ skýrslunni er hörð gagnrýni á álagspróf FME, og að stofnunin hefði haldið áfram að nota þau þrátt fyrir gagnrýni, til dæmis frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá er gagnrýnt að FME hafi treyst um of á að álagsprófin gæfu rétta mynd af stöðu bankanna. Voru það mistök að treysta á prófin? Mér finnst þetta vera frekar lítið rökstutt í skýrslunni, og er svolítil eftiráskýring. Álagsprófin eru aldrei betri en forsendur þeirra og þau gögn sem fóru í þau. Gögnin komu úr uppgjörum bankanna. Forsendurnar voru svo auðvitað alltaf birtar, svo markaðurinn gat metið þær sjálfur. Álagspróf björguðu ekki bönkum í Bandaríkjunum og Bretlandi, ekki frekar en hér. Þetta eru bara tæki, það voru engin álagspróf sem gátu spáð fyrir um þessa ofboðslegu fjármálakrísu sem varð. Þessi próf voru birt að tillögu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og hann hefði væntanlega ekki lagt það til ef hann hefði talið þau mjög gölluð. Auðvitað mátti þróa álagsprófin frekar, sem við vorum raunar byrjuð á, en það var engin hörð gagnrýni á að þetta væri ómögulegt. Skýrsluhöfundar gagnrýna að FME hafi haldið málum of lengi í óformlegu ferli í stað þess að grípa til aðgerða. Hvers vegna brást FME ekki harðar við brotum? Ég svaraði þeim einstöku málum sem skýrsluhöfundar tilnefna í mínum andsvörum. Öll þau mál voru í ákveðnu ferli, en auðvitað er alltaf spurning hvenær menn grípa til ákveðinna aðgerða. Svo komu heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir vegna stórra áhættuskuldbindinga ekki fyrr en um mitt ár 2007. En það verður eiginlega að útskýra hvert mál fyrir sig. Landsbankinn ekki sammálaÍ skýrslunni er einmitt nefnt tilvik frá árinu 2005, þar sem lán Landsbankans til Björgólfs Thors og tengdra fyrirtækja námu um 50 prósentum af eiginfé bankans. Þar kemur fram að þar hefði FME átt að benda lögreglu á lögbrot sem þar virðist hafa verið framið. Hvers vegna var það ekki gert? Þarna er ágreiningur um tengsl Björgólfs Thors [Björgólfssonar] og Actavis. Við töldum þar um tengda aðila að ræða en Landsbankinn var því ekki sammála. Auðvitað tók þetta mál lengri tíma en æskilegt hefði verið, en það helgaðist af því að það vantaði mannskap, og megnið af þeim mannskap sem vann að rannsókninni lét af störfum. Svo má ekki gleyma því að það eru gerðar mjög stífar kröfur um málsmeðferð, sönnun og fleira. Málinu lauk í mars 2007 með ákvörðun okkar sem þeir mótmæltu, en skömmu síðar tók Björgólfur Thor yfir Actavis og ágreiningurinn var úr sögunni. Málið leystist eins og við vildum, áttum við þá að krefjast þess að menn færu í fangelsi? Það var ekki raunhæft. Þegar þú horfir til baka, sérðu eitthvað sem þú hefðir átt að gera til að afstýra hruninu eða milda höggið þegar það kom? Það er alltaf hægt að horfa á hlutina eftir á og hugsa um hvað hefði getað gerst. En miðað við þær upplýsingar og mannskap sem ég hafði held ég að það hefði verið erfitt að bregðast öðruvísi við. Hins vegar er þetta eitthvað sem við eigum að læra af. Við eigum að skoða hvað fór úrskeiðis, og ég mun auðvitað leggja mitt af mörkum til að það megi draga lærdóm af þessu. Hver ber ábyrgð á hruninu? Eigendur og stjórnendur bankanna að sjálfsögðu. Þeir tóku viðskiptaákvarðanirnar. Það sýnist mér vera meginniðurstaðan í skýrslunni. brjann@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira