Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12