Kaupþingsfólkið með stærstu skuldirnar með minnstan greiðsluvilja Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Margir lykilstarfsmenn Kaupþings sem voru með hæstu lánin eru þeir sem sýna minnstan greiðsluvilja og hafna því að þurfa að greiða til baka lánin, en slitastjórn bankans hefur höfðað mál gegn áttatíu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. Áttatíu starfsmenn Kaupþings banka fengu samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, sem er í raun þrotabú bankans, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans úr gildi og hefur nú höfðað mál til að innheimta peningana. Sumir þessara starfsmanna vinna ennþá hjá Arion banka, en þeir tóku flestir lágar fjárhæðir að láni. Af þessum áttatíu starfsmönnum sem skulda 32 milljarða eru tuttugu fyrrverandi lykilstjórnendur með 90 prósent af upphæðinni. Þessir einstaklingar skulda því þrotabúi bankans tæplega 29 milljarða króna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er listi þessa 20 stærstu, en þar eru mörg kunnugleg nöfn. Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Kaupþings banka. Eruð þið í slitastjórn Kaupþings vongóð um að fá eitthvað af þessum fjármunum til baka? „Já, við erum það. Það er auðvitað erfitt á þessu stigi að segja hve mikið, en það er ljóst að langflestir af þeim sem skulda lægri fjárhæðir vilja gera upp og hluti af þeim sem skulda meira hefur lýst vilja sínum til að gera upp eða allavega leggja sín spil á borðið því sumir geta ekki gert upp, hafa ekki til þess fé," segir Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings. Er meiri greiðsluvilji hjá þeim hópi sem skuldar lægri fjárhæðir? „Einfalda svarið er já. Það hefur samt töluverður hluti þeirra sem skulda hærri fjárhæðir verið í viðræðum við okkur." Nokkrir þessara starfsmanna sem voru með háar fjárhæðir að láni færðu eignir á maka sína eftir bankahrunið. Ólafur segir að þetta séu undantekningartilvik, en slitastjórnin hafi viðrað kyrrsetningu á þessum eignum. „Við vorum í startholunum með fimm eða sex kyrrsetningar, en þeir aðilar hafa allir fært eignirnar til baka á sig," segir Ólafur. Ólafur segir að málin verði þingfest í september og október næstkomandi, ef ekki tekst að semja við starfsmennina áður.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5. ágúst 2010 01:12