Lögreglumenn leiða hvor sinn listann 18. maí 2010 05:30 Guðmundur Ingi Ingason Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. „Þetta er allt í fínu, við ræðum sveitarstjórnarmálin ekkert í vinnunni," sagði Guðmundur Ingi, sem reyndar var nýverið fluttur um set tímabundið og starfar nú á vegum ríkislögreglustjóra í þjónustumiðstöðinni í Vík sem sett hefur verið á laggirnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Hér eru aðallega Mýrdælingar, kjósendur í öðrum hreppi, þannig að ég get ekki misnotað aðstöðuna neitt," segir Guðmundur Ingi og hlær. „En að öllu gamni slepptu þá höfum við unnið nánast allan sólarhringinn síðan gosið hófst og það má segja að kosningarnar hér á þessu svæði séu haldnar í skugga eldgossins." Þorsteinn segir áhuga íbúa hreppsins þó hafa vaknað verulega eftir að listarnir urðu klárir 8. maí. Þorsteinn tekur undir með Guðmundi Inga að mikið sé að gera hjá lögreglunni í tengslum við gosið, þó að stærstur hluti Skaftárhrepps hafi sloppið við öskufall. Helsta ágreiningsefni framboðslistanna snýst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til vesturs. Listi Þorsteins, Framsýn, er þeirrar skoðunar að það beri að stækka þjóðgarðinn. „Ég sit í hreppsnefnd og hef unnið að undirbúningi stækkunarinnar, eins og aðalskipulag kveður á um. Í stækkuninni felast mörg tækifæri fyrir hreppinn, til dæmis í ferðaþjónustu," segir Þorsteinn og bendir á að réttindi bænda haldast óbreytt þó að þjóðgarðurinn verði stækkaður. Listi Guðmundar, „Skaftárhrepp á kortið", vill „stíga varlega til jarðar" í stækkuninni eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Hann er nýr í sveitarstjórnarmálum. Þess má geta að fyrir fjórum árum var ekki listakosning í hreppnum heldur persónukjör. Skaftárhreppur nær frá Mýrdalssandi austur að Skeiðarársandi. Hann er einn stærstu hreppa á landinu, nær yfir sjö prósent af Íslandi. Íbúarnir eru 450. sigridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Kosningar 2010 Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. „Þetta er allt í fínu, við ræðum sveitarstjórnarmálin ekkert í vinnunni," sagði Guðmundur Ingi, sem reyndar var nýverið fluttur um set tímabundið og starfar nú á vegum ríkislögreglustjóra í þjónustumiðstöðinni í Vík sem sett hefur verið á laggirnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Hér eru aðallega Mýrdælingar, kjósendur í öðrum hreppi, þannig að ég get ekki misnotað aðstöðuna neitt," segir Guðmundur Ingi og hlær. „En að öllu gamni slepptu þá höfum við unnið nánast allan sólarhringinn síðan gosið hófst og það má segja að kosningarnar hér á þessu svæði séu haldnar í skugga eldgossins." Þorsteinn segir áhuga íbúa hreppsins þó hafa vaknað verulega eftir að listarnir urðu klárir 8. maí. Þorsteinn tekur undir með Guðmundi Inga að mikið sé að gera hjá lögreglunni í tengslum við gosið, þó að stærstur hluti Skaftárhrepps hafi sloppið við öskufall. Helsta ágreiningsefni framboðslistanna snýst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til vesturs. Listi Þorsteins, Framsýn, er þeirrar skoðunar að það beri að stækka þjóðgarðinn. „Ég sit í hreppsnefnd og hef unnið að undirbúningi stækkunarinnar, eins og aðalskipulag kveður á um. Í stækkuninni felast mörg tækifæri fyrir hreppinn, til dæmis í ferðaþjónustu," segir Þorsteinn og bendir á að réttindi bænda haldast óbreytt þó að þjóðgarðurinn verði stækkaður. Listi Guðmundar, „Skaftárhrepp á kortið", vill „stíga varlega til jarðar" í stækkuninni eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Hann er nýr í sveitarstjórnarmálum. Þess má geta að fyrir fjórum árum var ekki listakosning í hreppnum heldur persónukjör. Skaftárhreppur nær frá Mýrdalssandi austur að Skeiðarársandi. Hann er einn stærstu hreppa á landinu, nær yfir sjö prósent af Íslandi. Íbúarnir eru 450. sigridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira