Allt undir við skoðun á sparisjóðunum Brjánn Jónasson skrifar 1. desember 2010 07:00 Byr sparisjóður Líklegt er að fimm prósenta hlutur ríkisins í Byr sparisjóði renni inn í Bankasýslu ríkisins fyrir áramót. Fréttablaðið/Pjetur Sparisjóðirnir í landinu reka um þriðjung útibúa bankastofnana í landinu þrátt fyrir að hlutdeild þeirra í útlánum og eignarleigusamningum fjármálakerfisins sé aðeins um fjögur prósent. Fjöldi útibúa fylgir viðskiptamódeli sparisjóðanna, en einn styrkleika þeirra hefur verið nándin við viðskiptavinina, segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hún segir eðlilegt að sparisjóðirnir séu með fleiri útibú en aðrar fjármálastofnanir, en þrátt fyrir sérstöðu þeirra þurfi að skoða allar leiðir til að hagræða í rekstri sparisjóðakerfisins. Þar verði allt að vera undir, þar með talið fjöldi útibúa. „Það er afar mikilvægt að láta ekki staðar numið þegar fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðanna er lokið. Það verður að halda áfram og klára þá rekstrarlegu endurskipulagningu sem hlýtur að fylgja í kjölfarið,“ segir Elín. Hún segir það mikilvægt í ljósi þess hversu miklar breytingar hafa orðið á stærð sparisjóðakerfisins, og ekki síður þeirra aðstæðna sem fjármálafyrirtæki búi við á Íslandi í dag. „Viðskiptamódel sparisjóðanna gengur út á að þjónusta almenna viðskiptavini. Sparisjóðirnir hafa byggt tilveru sína á nálægð við viðskiptavinina, þeir þekkja viðskiptavinina vel og viðskiptavinirnir þá. Það er styrkleiki sparisjóðanna,“ segir Elín. „Auðvitað verður að gæta að því að þessi styrkleiki tapist ekki,“ segir Elín. Hún segir að skoðaðir verði allir möguleikar til að bæta rekstrarafkomu sparisjóðanna. Hluti af því verði án efa að skoða hvort þörf sé fyrir öll þau útibú sem sparisjóðirnir starfræki í dag. Í ræðu á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í síðustu viku sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri mikilvægt að sparisjóðirnir takmörkuðu starfsemi sína við þá þætti þar sem þeir væru samkeppnisfærir, og færu ekki út í áhættusama fjárfestingarbankastarfsemi. Elín segir æskilegt að hlúa að fjölbreytileika í fjármálakerfinu, og þar séu sparisjóðirnir mikilvægir. „Það er alveg ljóst að það hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar á stærð sparisjóðakerfisins frá árinu 2001 til ársins í ár. Fyrst varð gríðarleg stækkun, en síðan hefur kerfið minnkað mikið, niður fyrir þá stærð sem það var í árið 2001,“ segir Elín. Bankasýsla ríkisins er eignarhaldsfélag í eigu ríkisins. Félagið fer með eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum. Bankasýslan hefur undanfarið aflað upplýsinga um stöðu sparisjóðakerfisins og mótað mögulegar leiðir sem hægt væri að fara til að endurskipuleggja rekstur. Bankasýslan fer nú með 81,33 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, 13 prósenta hlut í Arion og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá er 49,5 prósenta hlutur í Sparisjóði Norðfjarðar undir stjórn Bankasýslunnar. Elín reiknar með að eignarhald á fjórum sparisjóðum til viðbótar muni renna inn í Bankasýsluna á næstu dögum. Um er að ræða eignarhluti í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Svarfdæla, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Þórshafnar. Þá segir Elín viðbúið að Sparisjóður Keflavíkur renni inn í Bankasýsluna fyrir áramót, sem og fimm prósenta hlutur ríkisins í Byr sparisjóði. Fréttir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Sparisjóðirnir í landinu reka um þriðjung útibúa bankastofnana í landinu þrátt fyrir að hlutdeild þeirra í útlánum og eignarleigusamningum fjármálakerfisins sé aðeins um fjögur prósent. Fjöldi útibúa fylgir viðskiptamódeli sparisjóðanna, en einn styrkleika þeirra hefur verið nándin við viðskiptavinina, segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hún segir eðlilegt að sparisjóðirnir séu með fleiri útibú en aðrar fjármálastofnanir, en þrátt fyrir sérstöðu þeirra þurfi að skoða allar leiðir til að hagræða í rekstri sparisjóðakerfisins. Þar verði allt að vera undir, þar með talið fjöldi útibúa. „Það er afar mikilvægt að láta ekki staðar numið þegar fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðanna er lokið. Það verður að halda áfram og klára þá rekstrarlegu endurskipulagningu sem hlýtur að fylgja í kjölfarið,“ segir Elín. Hún segir það mikilvægt í ljósi þess hversu miklar breytingar hafa orðið á stærð sparisjóðakerfisins, og ekki síður þeirra aðstæðna sem fjármálafyrirtæki búi við á Íslandi í dag. „Viðskiptamódel sparisjóðanna gengur út á að þjónusta almenna viðskiptavini. Sparisjóðirnir hafa byggt tilveru sína á nálægð við viðskiptavinina, þeir þekkja viðskiptavinina vel og viðskiptavinirnir þá. Það er styrkleiki sparisjóðanna,“ segir Elín. „Auðvitað verður að gæta að því að þessi styrkleiki tapist ekki,“ segir Elín. Hún segir að skoðaðir verði allir möguleikar til að bæta rekstrarafkomu sparisjóðanna. Hluti af því verði án efa að skoða hvort þörf sé fyrir öll þau útibú sem sparisjóðirnir starfræki í dag. Í ræðu á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í síðustu viku sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri mikilvægt að sparisjóðirnir takmörkuðu starfsemi sína við þá þætti þar sem þeir væru samkeppnisfærir, og færu ekki út í áhættusama fjárfestingarbankastarfsemi. Elín segir æskilegt að hlúa að fjölbreytileika í fjármálakerfinu, og þar séu sparisjóðirnir mikilvægir. „Það er alveg ljóst að það hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar á stærð sparisjóðakerfisins frá árinu 2001 til ársins í ár. Fyrst varð gríðarleg stækkun, en síðan hefur kerfið minnkað mikið, niður fyrir þá stærð sem það var í árið 2001,“ segir Elín. Bankasýsla ríkisins er eignarhaldsfélag í eigu ríkisins. Félagið fer með eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum. Bankasýslan hefur undanfarið aflað upplýsinga um stöðu sparisjóðakerfisins og mótað mögulegar leiðir sem hægt væri að fara til að endurskipuleggja rekstur. Bankasýslan fer nú með 81,33 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, 13 prósenta hlut í Arion og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá er 49,5 prósenta hlutur í Sparisjóði Norðfjarðar undir stjórn Bankasýslunnar. Elín reiknar með að eignarhald á fjórum sparisjóðum til viðbótar muni renna inn í Bankasýsluna á næstu dögum. Um er að ræða eignarhluti í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Svarfdæla, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Þórshafnar. Þá segir Elín viðbúið að Sparisjóður Keflavíkur renni inn í Bankasýsluna fyrir áramót, sem og fimm prósenta hlutur ríkisins í Byr sparisjóði.
Fréttir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira