Serbnesk stjórnvöld hafa sent stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag dagbækur Ratko Mladic, sem fundust við húsleit á heimili eiginkonu hans í Belgrad. Mladic var yfirmaður hers Bosníu-Serba í Bosníustríðinu árin 1992-95 og hefur verið sakaður um margvíslega stríðsglæpi. Hann hefur verið á flótta frá lokum stríðsins.
Dómstóllinn hyggst finna leið til að nota dagbækurnar í máli gegn Radovan Karadzic leiðtoga Bosníu-Serba.- gb