Fótbolti

Barcelona fyrst til að vinna Valencia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Iniesta fagnar marki sínu í kvöld.
Iniesta fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Barcelona varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Valencia á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Barcelona vann á heimavelli, 2-1. Pablo kom reyndar gestunum yfir á 38. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Andrés Iniesta skoraði snemma í síðari hálfleik og Carles Puyol tryggði sínum mönnum sigurinn með marki á 63. mínútu.

Liðin eru nú jöfn að stigum í tveimur efstu sætunum með sextán stig og nákvæmlega jafnt markahlutfall.

Villarreal er í þriðja sæti með fimmtán stig og Real Madrid í fjórða með fjórtán.

Bæði lið eiga leik til góða en Real Madrid mætir Malaga á útivelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×