Lögmenn ráða hvaða gögn þeir vilja sjá 24. ágúst 2010 06:15 Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir enga hagsmunaárekstra skapast þó að slitastjórnin fái upplýsingar um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/gva Formaður slitastjórnar Glitnis hafnar alfarið ásökunum um að slitastjórnin sé að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum með kröfugerð í dómsmáli sem slitastjórnin rekur nú í New York í Bandaríkjunum. „Þetta er mjög langsótt að mínu mati, og ekkert slíkt sem vakir fyrir okkur," segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sakar Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, slitastjórnina um að reyna með ólögmætum hætti að fá samkeppnisupplýsingar með kröfu um afhendingu gagna í málinu. Steinunn segir slitastjórnina ekki hlutast til um hvaða gögn sé beðið um, ákvörðun um slíkt sé alfarið í höndum lögmanna slitastjórnarinnar í New York. Meðal gagna sem farið er fram á að Pálmi afhendi eru öll samskipti Iceland Express við bandaríska loftferðaeftirlitið, samstarfsaðila á Newark-flugvelli, gögn um markaðsstarfsemi í New York og fleira. Í yfirlýsingu Pálma er bent á að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, eigi um 47 prósent í Icelandair, keppinauti Iceland Express. Spurð hvort slitastjórnin muni fá umrædd gögn í hendur, fáist þau afhent, segir Steinunn svo vera, enda höfði slitastjórnin málið. Aðspurð segir hún enga hagsmunaárekstra vegna óska lögmanna slitastjórnarinnar. Hún bendir jafnframt á að slitastjórn Glitnis höfði málið í New York, en skilanefndin sýsli með eignir bankans.- bj Fréttir Innlent Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Formaður slitastjórnar Glitnis hafnar alfarið ásökunum um að slitastjórnin sé að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum með kröfugerð í dómsmáli sem slitastjórnin rekur nú í New York í Bandaríkjunum. „Þetta er mjög langsótt að mínu mati, og ekkert slíkt sem vakir fyrir okkur," segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sakar Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, slitastjórnina um að reyna með ólögmætum hætti að fá samkeppnisupplýsingar með kröfu um afhendingu gagna í málinu. Steinunn segir slitastjórnina ekki hlutast til um hvaða gögn sé beðið um, ákvörðun um slíkt sé alfarið í höndum lögmanna slitastjórnarinnar í New York. Meðal gagna sem farið er fram á að Pálmi afhendi eru öll samskipti Iceland Express við bandaríska loftferðaeftirlitið, samstarfsaðila á Newark-flugvelli, gögn um markaðsstarfsemi í New York og fleira. Í yfirlýsingu Pálma er bent á að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, eigi um 47 prósent í Icelandair, keppinauti Iceland Express. Spurð hvort slitastjórnin muni fá umrædd gögn í hendur, fáist þau afhent, segir Steinunn svo vera, enda höfði slitastjórnin málið. Aðspurð segir hún enga hagsmunaárekstra vegna óska lögmanna slitastjórnarinnar. Hún bendir jafnframt á að slitastjórn Glitnis höfði málið í New York, en skilanefndin sýsli með eignir bankans.- bj
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira