Það verða Serena Williams frá Bandaríkjunum og Vera Zvonareva frá Rússlandi sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis.
Serena er í efsta sæti heimslistans í tennis og hafði betur gegn Tékkanum Petra Kvitova í undanúrslitum í gær, 7-6 og 6-2.
Serena hefur enn ekki tapað setti á mótinu og verður að teljast afar sigurstrangleg í úrslitaleiknum á morgun. Hún hefur unnið tólf sinnum á stórmótum á ferlinum, þar af þrisvar á Wimbledon.
Þetta er í þriðja árið í röð sem hún kemst í úrslitaleikinn en hún fagnaði sigri á mótinu í fyrra.
Zvonareva er nú að keppa til úrslita á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum. Hún hafði betur gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í sinni undanúrslitaviðureign í gær, 3-6, 6-3, 6-2.
Pironkova hafði slegið út systur Serenu, Venus Williams, í fjórðungsúrslitum.
Í dag fara fram undanúrslitin í einliðaleik karla og má búast við mikilli spennu í báðum viðureignum.
Tomas Berdych frá Tékklandi mætir Serbanum Novak Djokovic sem er í þriðja sæti heimslistans. Berdych gerði sér lítið fyrir og sló út efsta mann heimslistans, Roger Federer, í fjórðungsúrslitunum.
Í hinni viðureigninni mætast Bretinn Andy Murray og Rafael Nadal frá Spáni. Bretar binda miklar vonir við Murray en síðasti Bretinn sem komst í úrslit á Wimbledon var Bunny Austin árið 1938. Sá síðasti sem vann var Fred Perry tveimur árum áður.
Serena og Zvonareva mætast í úrslitum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn