Fyrstu Íslendingarnir til þess að renna sér niður brekku á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada hafa lokið keppni í kvöld en það voru þeir Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson en þeir félagar kepptu í risasvigi.
Stefán Jón hafnaði í 45. sæti, síðastur af þeim sem komust niður brautina án þess að falla, en Árni var í þeim hópi skíðamanna sem féllu úr keppni.
Stefán Jón fór brautina á tímanum 1.39,12 eða 8,78 sekúndum á eftir sigurvegaranum Aksel Lund Svindal frá Noregi.