Ástríðan holl í allri umræðu 2. júlí 2010 16:33 Toppstjórarnir hjá Red Bull og McLaren, Christian Horner og Martin Whitmarsh ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að allt í lagi sé að blása dálítið frá sér í kringum Formúlu 1 mót, þó vanda megi orðaval þegar ástríðan er sem mest. Hann var á opnum fundi keppnisliða og áhorfenda sem haldin var í London í dag. Nokkur umræða hefur verið eftir síðasta mót um dómgæslu og Fernando Alonso var meðal þeirra sem kannski fóru yfir strikið í ummælum, þegar hann sagði úrslitum hefði verið hagrætt í mótinu. Hann sagði það í hita leiksins eftir mót, þar sem hann féll úr þriðja sæti í það áttunda. Hann taldi dómara hafa staðið sig heldur illa við að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton, en fagnði síðan að FIA ætla að skoða málið til að varna endurtekningu. "Það verða alltaf mörk sem ekki voru mörk og slíkt, það er hluti af íþróttum og menn verða að sættast um það", sagði Whitmarsh m.a. á fundinum í frétt á autosport.com. Whitmarsh telur að FIA og dómara standi sig vel í mótum og leyfi hlutunum að flæða meira en áður. "Það er fín lína sem þarf að fara eftir. Menn vilja hafa öryggi, vera sanngjarnir og taka snöggar ákvarðanir, en ökumenn vilja taka á því og þegar slíkt er gert í kappakstursbíl, þá er ljóst að eitthvað getur komið upp. Það gerast umdeildir hlutir og tveir mismunandi ökumenn hafa ólíka skoðun á sama hlut." "Alonso talaði opinskátt eftir síðustu keppni og í sannleika sagt, þá er það sem fólk vill. Ég hef ekki áhyggjur af slíku. Áður fyrr mátti ekki spyrja. En það þurfa að vera einhver mörk, en það á að vera hægt að spyrja um ákvarðanir dómara, þó slíkt hafi ekki verið hægt." "Það er ekki sanngjarnt að gagnrýna FIA fyrir alla skapaða hluti og við verðum að gæta hófs og virðingar, en það á að vera hægt að sýna ástríðu og áhuga. Það er hollt", sagði Whitmarsh. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að allt í lagi sé að blása dálítið frá sér í kringum Formúlu 1 mót, þó vanda megi orðaval þegar ástríðan er sem mest. Hann var á opnum fundi keppnisliða og áhorfenda sem haldin var í London í dag. Nokkur umræða hefur verið eftir síðasta mót um dómgæslu og Fernando Alonso var meðal þeirra sem kannski fóru yfir strikið í ummælum, þegar hann sagði úrslitum hefði verið hagrætt í mótinu. Hann sagði það í hita leiksins eftir mót, þar sem hann féll úr þriðja sæti í það áttunda. Hann taldi dómara hafa staðið sig heldur illa við að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton, en fagnði síðan að FIA ætla að skoða málið til að varna endurtekningu. "Það verða alltaf mörk sem ekki voru mörk og slíkt, það er hluti af íþróttum og menn verða að sættast um það", sagði Whitmarsh m.a. á fundinum í frétt á autosport.com. Whitmarsh telur að FIA og dómara standi sig vel í mótum og leyfi hlutunum að flæða meira en áður. "Það er fín lína sem þarf að fara eftir. Menn vilja hafa öryggi, vera sanngjarnir og taka snöggar ákvarðanir, en ökumenn vilja taka á því og þegar slíkt er gert í kappakstursbíl, þá er ljóst að eitthvað getur komið upp. Það gerast umdeildir hlutir og tveir mismunandi ökumenn hafa ólíka skoðun á sama hlut." "Alonso talaði opinskátt eftir síðustu keppni og í sannleika sagt, þá er það sem fólk vill. Ég hef ekki áhyggjur af slíku. Áður fyrr mátti ekki spyrja. En það þurfa að vera einhver mörk, en það á að vera hægt að spyrja um ákvarðanir dómara, þó slíkt hafi ekki verið hægt." "Það er ekki sanngjarnt að gagnrýna FIA fyrir alla skapaða hluti og við verðum að gæta hófs og virðingar, en það á að vera hægt að sýna ástríðu og áhuga. Það er hollt", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira