Skelfileg byrjun hjá Tottenham í Mílanó en Bale með þrennu í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2010 20:30 Samuel Eto'o skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Sjá meira
Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Sjá meira