Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2010 06:00 Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Mynd/Anton Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira